Fyrsta stikla Northman: Ísland, Björk og brjálaður Skarsgård Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 14:32 Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Universal frumsýndi í dag fyrstu stiklu víkingamyndarinnar The Northman eftir Robert Eggers. Myndin á að gerast á Íslandi um árið þúsund og handritið var skrifað í samstarfi við skáldið Sjón. Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn
Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein