Forsetinn og fjölmenni heiðruðu Fjölni við útförina Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 11:15 Gestir við útföfrina í dag höfðu um margt að ræða enda minningarnar margar. Vísir/Vilhelm Útför Fjölnis Geirs Bragasonar húðflúrlistamanns verður gerð frá Fossvogskirkju klukkan 13 í dag. Útförinni verður streymt á Vísi. Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39
Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22
„Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30