Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sterkum útisigri á Athletic Bilbao í Baskalandi í kvöld.
Leikurinn byrjaði með flugeldasýningu því franski markahrókurinn Karim Benzema skoraði tvö mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins.
Heimamenn vildu vera með í fjörinu því Oihan Sancet minnkaði muninn á 10.mínútu.
Eftir þessar hressilegu upphafsmínútur voru ekki skoruð fleiri mörk og 1-2 sigur Madridinga staðreynd.
Hafa þeir nú átta stiga forystu á toppi deildarinnar en Bilbao í 10.sæti.