Innlent

Óbólu­settum ó­heimilt að heim­sækja Land­spítala

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag samkvæmt reglum farsóttarnefndar.
Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag samkvæmt reglum farsóttarnefndar. Vísir

Landspítali er nú á hættustigi og gerð er krafa um að aðstandendur, sem hyggjast heimsækja sjúklinga á spítalanum, séu annaðhvort fullbólusettir eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Alls liggja nú tíu sjúklingar á Landspítala vegna Covid. 

Átta eru í einangrun með virkt smit en þrjár innlagnir voru á Landspítala í gær vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Fjórir eru nú á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél.

Hart er tekið á heimsóknum til sjúklinga á spítalanum næstu daga. Takmarkanirnar gilda í dag, aðfangadag, á jóladag og á annan jólum en þær eru eftirfarandi:

Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag. Farið er fram á að gestur sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Gestir nota fínagnagrímur sem eru til reiðu á deildum. Þetta kemur fram í tilkynningu farsóttanefndar.


Tengdar fréttir

Nýtt met: 448 greindust innanlands

Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×