Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. desember 2021 07:01 Séð aftan á rafsendibíl frá Rivian. Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040. Hér að neðan er myndband síðan í haust. Myndbandið er frá Amazon þar sem bílarnir eru kynntir til leiks. Svo virðist sem 14, 20 og 25,5 rúmmetra bílar verði í boði. Það væri áhugavert að sjá rafsendibílinn við hlið brunahreyfilssendibíla Amazon, sem eru af ýmsum stærðum og gerðum allt frá litlum sendibílum yfir í stóra kassabíla. EVD 500 eða 14 rúmmetra bíllinn á að vera með drægni upp á um 241 kílómetra, sá 20 rúmmetra verður með sömu drægni. En sá sem er 25,5 rúmmetrar verður með um 193 km drægni. Sá stærsti átti upprunalega að vera síðastur í framleiðslu, ekki er ljóst hvort breytingar hafi orðið á því. Rivian hefði geta framleitt smærri bíla sem væru þá líklega með meiri drægni. Bíllinn er merkilega stór að sjá á myndböndum sem náðst hafa á götum úti í Michigan. Look what I just spotted! A @Rivian @amazon Van charging at a (rather rusty ) @evgonetwork station in Woodhaven, Michigan So cool to see one in person!! It's so big pic.twitter.com/Yov3CFQ2uh— MissGoElectric (@MissGoElectric) December 22, 2021 Hér má sjá myndband frá MissGoElectric sem sá Rivian Amazon í hleðslu á frekar ryðgaðri hleðslustöð í Woodhaven, Michigan.Amazon fjárfesti um 700 milljónum dollara eða um 91 milljarði króna í Rivian í febrúar árið 2019. Ford fjárfesti fyrir 500 milljónir dollara í Rivian um 65 milljarða króna. Vistvænir bílar Amazon Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent
Hér að neðan er myndband síðan í haust. Myndbandið er frá Amazon þar sem bílarnir eru kynntir til leiks. Svo virðist sem 14, 20 og 25,5 rúmmetra bílar verði í boði. Það væri áhugavert að sjá rafsendibílinn við hlið brunahreyfilssendibíla Amazon, sem eru af ýmsum stærðum og gerðum allt frá litlum sendibílum yfir í stóra kassabíla. EVD 500 eða 14 rúmmetra bíllinn á að vera með drægni upp á um 241 kílómetra, sá 20 rúmmetra verður með sömu drægni. En sá sem er 25,5 rúmmetrar verður með um 193 km drægni. Sá stærsti átti upprunalega að vera síðastur í framleiðslu, ekki er ljóst hvort breytingar hafi orðið á því. Rivian hefði geta framleitt smærri bíla sem væru þá líklega með meiri drægni. Bíllinn er merkilega stór að sjá á myndböndum sem náðst hafa á götum úti í Michigan. Look what I just spotted! A @Rivian @amazon Van charging at a (rather rusty ) @evgonetwork station in Woodhaven, Michigan So cool to see one in person!! It's so big pic.twitter.com/Yov3CFQ2uh— MissGoElectric (@MissGoElectric) December 22, 2021 Hér má sjá myndband frá MissGoElectric sem sá Rivian Amazon í hleðslu á frekar ryðgaðri hleðslustöð í Woodhaven, Michigan.Amazon fjárfesti um 700 milljónum dollara eða um 91 milljarði króna í Rivian í febrúar árið 2019. Ford fjárfesti fyrir 500 milljónir dollara í Rivian um 65 milljarða króna.
Vistvænir bílar Amazon Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent