Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig Snorri Másson skrifar 28. desember 2021 16:20 Bjarni hreifst greinilega af mynd af sjálfum sér eftir Auði Ómarsdóttur. @auduromars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna. Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21