Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 14:00 Model 3 bíll Teslu í hleðslu. AP/David Zalubowski Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014. Samkvæmt frétt Bloomberg samsvarar þessi fjöldi nærri því ársframleiðslu fyrirtækisins árið 2020. Festing afturmyndavéla Model 3 bílanna getur skemmst með því að opna og loka skotti þeirra og því hafa bílarnir verið innkallaðir. Gallinn getur komið í veg fyrir að myndavélarnar virki. Varðandi Model S bílana er verið að innkalla þá vegna galla á fram-farangursgeymslu þeirra. Sú geymsla getur víst opnast óvænt en Tesla segir að viðgerðir á þessum göllum séu eigendum að kostnaðarlausu. Tesla komst nýverið í fréttirnar eftir að uppfærsla á hugbúnaði bíla fyrirtækisins gerði notendum kleift að spila tölvuleiki á skjá bílanna við akstur. Þá eru yfirvöld í Bandaríkjunum með fyrirtækið til rannsóknar vegna sjálfsstýringarkerfis Tesla og slysa sem sögð eru tengjast því. Bílar Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025 Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum. 27. desember 2021 07:00 Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. 20. desember 2021 07:00 Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. 16. nóvember 2021 09:25 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. 8. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Samkvæmt frétt Bloomberg samsvarar þessi fjöldi nærri því ársframleiðslu fyrirtækisins árið 2020. Festing afturmyndavéla Model 3 bílanna getur skemmst með því að opna og loka skotti þeirra og því hafa bílarnir verið innkallaðir. Gallinn getur komið í veg fyrir að myndavélarnar virki. Varðandi Model S bílana er verið að innkalla þá vegna galla á fram-farangursgeymslu þeirra. Sú geymsla getur víst opnast óvænt en Tesla segir að viðgerðir á þessum göllum séu eigendum að kostnaðarlausu. Tesla komst nýverið í fréttirnar eftir að uppfærsla á hugbúnaði bíla fyrirtækisins gerði notendum kleift að spila tölvuleiki á skjá bílanna við akstur. Þá eru yfirvöld í Bandaríkjunum með fyrirtækið til rannsóknar vegna sjálfsstýringarkerfis Tesla og slysa sem sögð eru tengjast því.
Bílar Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025 Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum. 27. desember 2021 07:00 Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. 20. desember 2021 07:00 Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. 16. nóvember 2021 09:25 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. 8. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025 Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum. 27. desember 2021 07:00
Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. 20. desember 2021 07:00
Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. 16. nóvember 2021 09:25
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. 8. nóvember 2021 07:00