Ásgeir vill fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 09:08 Ásgeir Sveinsson. Aðsend Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54