Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:01 Henning Jónasson er þaulreyndur líkamsræktarþjálfari en lenti í slysi fyrir þremur árum sem hefði getað endað mjög illa. Nú er hann að láta drauminn rætast og opna stöð með bestu vinum sínum. Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“ Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“
Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15