Hugmyndabíllinn Mercedes-Benz EQXX kynntur til leiks Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. janúar 2022 07:01 Mercedes-Benz EQXX hugmyndabíll. Bíllinn á að verða einn sá skilvirkasti og spilar þar stærstan þátt loftflæðishönnun bílsins. Hann státar af rétt tæplega 1000 km drægni. Hugmyndin með EQXX er að ögra gildandi hugmyndum um rafbíla með því að skapa ný viðmið og nýjar hugmyndir. Aðspurður í samtali við Autocar hvort eitthvað sé að stöðva það að bíllinn fari í framleiðslu svaraði tæknistjóri Mercedes, Markus Schäfer því að „í raun ekki margt. Það verður hægt að aka honum eftir nokkra mánuði.“ Schäfer undirstrikaði að hugmyndabíllinn er ökuhæf frumgerð og að í houm er tilraunaútgáfa af næstu kynslóðar rafaflsrás Mercedes-Benz. Aflrásin státar meðal annars af nýstárlegri rafhlöðutækni og mun hún fara í framleiðslu á árinu 2024. „Það er margt sem er í hugmyndabílnum sem verður smám saman sett í fjöldaframleidda bíla. Ef litið er á útlit bílsins og lögun, þá erum við ansi nálægt því að vera að horfa á bíl sem fer í framleiðslu árið 2024, sá bíll mun hafa alla burði til að verða skilvirkasti rafbíll sem til er,“ bætti Schäfer við. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Til að setja tölulegt samhengi fyrir skilvirkni bílsins, þá áætlar Mercedes-Benz að hann komist um 10km fyrir hverja kílóvattstund (kWh). Sem er næstum tvöfalt meira en hinn nýlegi EQS getur státað af. Mercedes-Benz segir að þetta jafngildi því að bensínbíll myndi eyða 0,83 lítrum á hverjum 100 eknum kílómetrum. Rafhlaðan verður rétt undir 100kWh. Sellur í rafhlöðunum verða framleiddar af CATL og munu vega um 35% minna en rafhlöðurnar í EQS og taka um 50% minna pláss. Innra rými í bílnum eins og það er í dag. Yfirhönnuður Mercedes-Benz hefur staðfest að EQXX er „að minnsta kosti einum flokki minni“ en hinn nýlega kynnti EQE. Slíkt gefur til kynna að þarna kunni að vera um að ræða rafútgáfu af C-Class bílnum. Vistvænir bílar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent
Hugmyndin með EQXX er að ögra gildandi hugmyndum um rafbíla með því að skapa ný viðmið og nýjar hugmyndir. Aðspurður í samtali við Autocar hvort eitthvað sé að stöðva það að bíllinn fari í framleiðslu svaraði tæknistjóri Mercedes, Markus Schäfer því að „í raun ekki margt. Það verður hægt að aka honum eftir nokkra mánuði.“ Schäfer undirstrikaði að hugmyndabíllinn er ökuhæf frumgerð og að í houm er tilraunaútgáfa af næstu kynslóðar rafaflsrás Mercedes-Benz. Aflrásin státar meðal annars af nýstárlegri rafhlöðutækni og mun hún fara í framleiðslu á árinu 2024. „Það er margt sem er í hugmyndabílnum sem verður smám saman sett í fjöldaframleidda bíla. Ef litið er á útlit bílsins og lögun, þá erum við ansi nálægt því að vera að horfa á bíl sem fer í framleiðslu árið 2024, sá bíll mun hafa alla burði til að verða skilvirkasti rafbíll sem til er,“ bætti Schäfer við. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Til að setja tölulegt samhengi fyrir skilvirkni bílsins, þá áætlar Mercedes-Benz að hann komist um 10km fyrir hverja kílóvattstund (kWh). Sem er næstum tvöfalt meira en hinn nýlegi EQS getur státað af. Mercedes-Benz segir að þetta jafngildi því að bensínbíll myndi eyða 0,83 lítrum á hverjum 100 eknum kílómetrum. Rafhlaðan verður rétt undir 100kWh. Sellur í rafhlöðunum verða framleiddar af CATL og munu vega um 35% minna en rafhlöðurnar í EQS og taka um 50% minna pláss. Innra rými í bílnum eins og það er í dag. Yfirhönnuður Mercedes-Benz hefur staðfest að EQXX er „að minnsta kosti einum flokki minni“ en hinn nýlega kynnti EQE. Slíkt gefur til kynna að þarna kunni að vera um að ræða rafútgáfu af C-Class bílnum.
Vistvænir bílar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent