Fimmtug en aldrei verið í betra formi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2022 10:31 Ólafía er fyrst Íslendinga til að vinna Spartan hlaup í sínum aldursflokki. Ólafía Kvaran er fyrst Íslendinga til þess að sigra heimsmeistaramót í Spartan hlaupi sem er hindrunarhlaup á alþjóðlegum vettvangi. Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira