Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2022 12:32 Katrín Ólafsdóttir. stöð2 Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Aðjúnkt við Háskóla Íslands segir atburði gærdagsins sýna viðhorfsbreytingu í umræðunni um kynferðisofbeldi í samfélaginu. Hér áður fyrr þegar valdamiklir menn voru sakaðir um ofbeldi, þá hafi tilhneiging þeirra verið að hlaupa í vörn í stað þess að stíga til hliðar. „Stóra myndin hún er svolítið ólík því sem við höfum verið að sjá hingað til og er í því ljósi gríðarlega merkileg og áhugaverð, hvort við séum raunverulega hér að sjá í fyrsta skipti einhverjar stórar samfélgaslegar breytingar þegar kemur að umræðunni um kynferðislegt ofbeldi og því að trúa þolendum þegar þeir stíga fram,“ sagði Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún segir að áhugavert verði að sjá hvað gerist í framhaldinu. „Er þetta einhver ný taktík að draga sig í hlé til þess eins að geta komið aftur og notið sömu valda og áður þegar þeir koma til baka? Eða er þetta það sem þolendur hafa kallað eftir, sem er að gerandi taki ábyrgð og sýni iðrun verka sinna og finni svo ákjósanlegar leiðir til þess að reyna að koma til baka í samfélagið í einhverri mynd? Það er það sem verður spennandi að fylgjast með.“ Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33 Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að „læka“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Aðjúnkt við Háskóla Íslands segir atburði gærdagsins sýna viðhorfsbreytingu í umræðunni um kynferðisofbeldi í samfélaginu. Hér áður fyrr þegar valdamiklir menn voru sakaðir um ofbeldi, þá hafi tilhneiging þeirra verið að hlaupa í vörn í stað þess að stíga til hliðar. „Stóra myndin hún er svolítið ólík því sem við höfum verið að sjá hingað til og er í því ljósi gríðarlega merkileg og áhugaverð, hvort við séum raunverulega hér að sjá í fyrsta skipti einhverjar stórar samfélgaslegar breytingar þegar kemur að umræðunni um kynferðislegt ofbeldi og því að trúa þolendum þegar þeir stíga fram,“ sagði Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún segir að áhugavert verði að sjá hvað gerist í framhaldinu. „Er þetta einhver ný taktík að draga sig í hlé til þess eins að geta komið aftur og notið sömu valda og áður þegar þeir koma til baka? Eða er þetta það sem þolendur hafa kallað eftir, sem er að gerandi taki ábyrgð og sýni iðrun verka sinna og finni svo ákjósanlegar leiðir til þess að reyna að koma til baka í samfélagið í einhverri mynd? Það er það sem verður spennandi að fylgjast með.“
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33 Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að „læka“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33
Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að „læka“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53