Barnið í bráðri hættu í öðru landi þar sem yfirvöld hafa slökkt á netinu Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 20:32 Daulet Bekey og Gulzhan Abdikadyrova ættleiddu Rakhmetzhan Khalid við fæðingu og hann er að verða sex ára á miðvikudag. Hann er nú fastur hjá systur Gulzhan á hættusvæði í Kasakstan, af því að íslensk stjórnvöld hafa ekki enn kannast við ættleiðingu foreldranna á syni sínum. Það hafa kasöksk stjórnvöld þó þegar gert. Vísir/Egill Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum. Það er ljóst að Gulzhan og Daulet verða ekki með barninu sínu á sex ára afmælisdegi þess á miðvikudaginn. Barnið verður í Kasakstan hjá systur Gulzhan, þar sem það hefur dvalið á meðan Útlendingastofnun og sýslumaður skiptast á að senda verkefnið á milli sín. Útlendingastofnun hefur sagst munu veita barninu dvalarleyfi eins og foreldrunum, að því gefnu að sýslumaðurinn staðfesti ættleiðingu foreldranna á barninu. Sú gekk formlega í gegn í Kasakstan fyrr á þessu ári. Foreldrarnir ná varla sambandi við fjölskylduna í Kasakstan eða við son sinn, þar sem kasöksk yfirvöld hafa slökkt á internetinu í landinu vegna sögulegra óeirða. „Fyrir nokkrum dögum voru þrjú börn skotin til bana af hernum,“ segir faðir barnsins í samtali við fréttastofu, Daulet Bekey. „Við erum hrædd við þetta, þetta er ekki öruggt,“ segir hann. Hjónin ættleiddu son sinn frá systur konunnar og hafa frá fyrsta degi verið foreldrar barnsins. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem dómur í Kasakstan staðfesti ættleiðinguna með lögum og foreldrunum var ráðlagt að klára að ganga frá því ferli áður en þau tækju barnið með sér til endanlegrar dvalar á Íslandi. Feðgarnir við Tjörnina.Aðsend mynd Síðan breyttist staðan mjög hratt. Mótmæli sem hófust í landinu í vikunni hafa undið upp á sig, vel á annað hundrað mótmælenda eru látnir og neyðarástandið er algert. Almaty-hérað, þar sem barnið er statt, hefur orðið hvað verst úti í átökum undanfarinna daga. Gulzhan Abdikadyrova, móðir barnsins, segist sakna sonar síns á hverjum degi. Hún rifjar upp símtal frá honum, þegar enn var símasamband á milli landanna: „Hann var heima og hann tók símann og sendi mér skilaboð. Mamma Gulzhan, ætlarðu að sækja mig? Hvenær ætlarðu að sækja mig? Af hverju kemurðu ekki? Og svo sagði hann: Mamma Gulzhan, ég elska þig. Þetta var mjög erfitt því ég get ekki útskýrt þetta fyrir honum,“ segir Gulzhan. Vilja veita barni sínu ást og umhyggju Það sem Gulzhan getur ekki útskýrt fyrir barni sínu er að sýslumaður neitar að flýta fyrir umsókninni, þrátt fyrir neyðarástand. Það eina sem íslensk stjórnvöld þurfa að gera samkvæmt lögmanni fólksins er að samþykkja ættleiðingu sem þegar er gengin í gegn og það í samræmi við alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að. „Barnið er þar af leiðandi forsjárlaust úti í Kasakstan af því að kynforeldrar fara ekki með forsjá barnsins lengur. Það er klárlega ekki þessu barni fyrir bestu að vera í hættu þarna úti, þar sem það getur í raun átt von á því að vera í lífshættu. Það er klárlega þessu barni fyrir bestu að klára að fara yfir þessi gögn í einum grænum og koma þessu barni heim,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður fólksins. Í bréfi með umsókn um ættleiðingu sem hjónin sendu sýslumanninum segir: „Í kjölfar aðstæðna óskum við hjónin þess að okkur verði veitt heimild til þess að koma með barnið okkar til Íslands svo við getum lifað saman sem fjölskylda og séð barnið okkar dafna og þroskast og veitt því ást og umhyggju eftir svo langan aðskilnað.“ Þegar hefur öllum gögnum verið skilað til sýslumanns, sem hefur gefið það upp að hann telji sig enga undanþágu geta veitt frá málsmeðferð eða þá flýtt fyrir meðferð. Málið muni geta tekið mörg ár og í öllu falli aldrei aðeins nokkra mánuði. Kasakstan Tengdar fréttir Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Það er ljóst að Gulzhan og Daulet verða ekki með barninu sínu á sex ára afmælisdegi þess á miðvikudaginn. Barnið verður í Kasakstan hjá systur Gulzhan, þar sem það hefur dvalið á meðan Útlendingastofnun og sýslumaður skiptast á að senda verkefnið á milli sín. Útlendingastofnun hefur sagst munu veita barninu dvalarleyfi eins og foreldrunum, að því gefnu að sýslumaðurinn staðfesti ættleiðingu foreldranna á barninu. Sú gekk formlega í gegn í Kasakstan fyrr á þessu ári. Foreldrarnir ná varla sambandi við fjölskylduna í Kasakstan eða við son sinn, þar sem kasöksk yfirvöld hafa slökkt á internetinu í landinu vegna sögulegra óeirða. „Fyrir nokkrum dögum voru þrjú börn skotin til bana af hernum,“ segir faðir barnsins í samtali við fréttastofu, Daulet Bekey. „Við erum hrædd við þetta, þetta er ekki öruggt,“ segir hann. Hjónin ættleiddu son sinn frá systur konunnar og hafa frá fyrsta degi verið foreldrar barnsins. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem dómur í Kasakstan staðfesti ættleiðinguna með lögum og foreldrunum var ráðlagt að klára að ganga frá því ferli áður en þau tækju barnið með sér til endanlegrar dvalar á Íslandi. Feðgarnir við Tjörnina.Aðsend mynd Síðan breyttist staðan mjög hratt. Mótmæli sem hófust í landinu í vikunni hafa undið upp á sig, vel á annað hundrað mótmælenda eru látnir og neyðarástandið er algert. Almaty-hérað, þar sem barnið er statt, hefur orðið hvað verst úti í átökum undanfarinna daga. Gulzhan Abdikadyrova, móðir barnsins, segist sakna sonar síns á hverjum degi. Hún rifjar upp símtal frá honum, þegar enn var símasamband á milli landanna: „Hann var heima og hann tók símann og sendi mér skilaboð. Mamma Gulzhan, ætlarðu að sækja mig? Hvenær ætlarðu að sækja mig? Af hverju kemurðu ekki? Og svo sagði hann: Mamma Gulzhan, ég elska þig. Þetta var mjög erfitt því ég get ekki útskýrt þetta fyrir honum,“ segir Gulzhan. Vilja veita barni sínu ást og umhyggju Það sem Gulzhan getur ekki útskýrt fyrir barni sínu er að sýslumaður neitar að flýta fyrir umsókninni, þrátt fyrir neyðarástand. Það eina sem íslensk stjórnvöld þurfa að gera samkvæmt lögmanni fólksins er að samþykkja ættleiðingu sem þegar er gengin í gegn og það í samræmi við alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að. „Barnið er þar af leiðandi forsjárlaust úti í Kasakstan af því að kynforeldrar fara ekki með forsjá barnsins lengur. Það er klárlega ekki þessu barni fyrir bestu að vera í hættu þarna úti, þar sem það getur í raun átt von á því að vera í lífshættu. Það er klárlega þessu barni fyrir bestu að klára að fara yfir þessi gögn í einum grænum og koma þessu barni heim,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður fólksins. Í bréfi með umsókn um ættleiðingu sem hjónin sendu sýslumanninum segir: „Í kjölfar aðstæðna óskum við hjónin þess að okkur verði veitt heimild til þess að koma með barnið okkar til Íslands svo við getum lifað saman sem fjölskylda og séð barnið okkar dafna og þroskast og veitt því ást og umhyggju eftir svo langan aðskilnað.“ Þegar hefur öllum gögnum verið skilað til sýslumanns, sem hefur gefið það upp að hann telji sig enga undanþágu geta veitt frá málsmeðferð eða þá flýtt fyrir meðferð. Málið muni geta tekið mörg ár og í öllu falli aldrei aðeins nokkra mánuði.
Kasakstan Tengdar fréttir Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02
Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43
Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49