WHO telur unnt að útrýma leghálskrabbameini Heimsljós 11. janúar 2022 09:55 UNICEF/Raphael Pouget Árið 2020 greindust rúmlega 600 þúsund konur með leghálskrabbamein í heiminum. Nú stendur yfir alþjóðlegur mánuður til að vekja fólk til vitundar um leghálskrabbamein á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem er næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum á barneignaaldri í heiminum. „„Leghálskrabbamein gæti orðið fyrsta tegund krabbameins sem tekst að uppræta,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Undanfarinn áratug hafa 11-12 konur af hverjum 100 þúsund greinst á Íslandi með leghálskrabbamein og 2-3 af hverjum 100 þúsund látist á hverju ári. Í frétt UNRIC segir að koma megi í veg fyrir leghálskrabbamein með bólusetningu og viðeigandi eftirfylgni og meðferð í kjölfar skimunar. „Leghálskrabbamein er næst algengasta krabbameinstegund sem hrjáir konur og er bæði algengast og banvænast í ríkjum sem eru neðarlega á lista yfir lífskjör í heiminum. Árið 2020 greindust rúmlega 600 þúsund konur með leghálskrabbamein í heiminum. Dró það rúmlega 340 þúsund kvenna til dauða,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að fáir sjúkdómar endurspegli jafnvel ójöfnuð í heiminum og þessi tegund krabbameins. Nærri 90% dauðsfalla væru í lág- eða meðaltekjuríkjum, þar sem heilbrigðiskerfi eru veikburða og meðferð ófullnægjandi eða ekki fyrir hendi. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og systurstofnun hennar Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) hafa í sameiningu tekið saman djarfa, samstillta áætlun um að útrýma þessu banvæna krabbameini sem lýðheilsuógn. Markmiðið er að draga úr tíðninni þannig að hún verði aðeins fjögur tilvik á hverjar 100 þúsund konur. Til þess þarf að ná þremur skilgreinum markmiðum á ævi ungu kynslóðar samtímans. Þar er fyrst til að taka að bólusetja 90% stúlkna gegn HPV-veirunni fyrir 15 ára aldur. Í annan stað að skima 70% kvenna um 35 ára aldur og aftur við 45 ára aldur. Loks ber 90% kvenna með forstig krabbamein að fá meðferð og sama hlutfall þeirra sem hafa fengið ífarandi krabbamein njóti þeirra úrræða sem tiltæk eru.“ Hverju ríki ber að stefna að því að ná svokölluðum 90-70-90 markmiðum fyrir 2030 með það fyrir augum að útrýma leghálskrabbameinu fyrir næstu aldamót. Dánartíðni á Íslandi lækkað um 90% Í frétt UNRIC kemur fram að tíðni leghálskrabbameins hafi farið lækkandi á Íslandi undanfarna áratug, þökk sé skipulagðri skimun með leghálsstroki. „Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella“, segir í fréttinni með tilvísun í heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Nú stendur yfir alþjóðlegur mánuður til að vekja fólk til vitundar um leghálskrabbamein á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem er næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum á barneignaaldri í heiminum. „„Leghálskrabbamein gæti orðið fyrsta tegund krabbameins sem tekst að uppræta,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Undanfarinn áratug hafa 11-12 konur af hverjum 100 þúsund greinst á Íslandi með leghálskrabbamein og 2-3 af hverjum 100 þúsund látist á hverju ári. Í frétt UNRIC segir að koma megi í veg fyrir leghálskrabbamein með bólusetningu og viðeigandi eftirfylgni og meðferð í kjölfar skimunar. „Leghálskrabbamein er næst algengasta krabbameinstegund sem hrjáir konur og er bæði algengast og banvænast í ríkjum sem eru neðarlega á lista yfir lífskjör í heiminum. Árið 2020 greindust rúmlega 600 þúsund konur með leghálskrabbamein í heiminum. Dró það rúmlega 340 þúsund kvenna til dauða,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að fáir sjúkdómar endurspegli jafnvel ójöfnuð í heiminum og þessi tegund krabbameins. Nærri 90% dauðsfalla væru í lág- eða meðaltekjuríkjum, þar sem heilbrigðiskerfi eru veikburða og meðferð ófullnægjandi eða ekki fyrir hendi. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og systurstofnun hennar Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) hafa í sameiningu tekið saman djarfa, samstillta áætlun um að útrýma þessu banvæna krabbameini sem lýðheilsuógn. Markmiðið er að draga úr tíðninni þannig að hún verði aðeins fjögur tilvik á hverjar 100 þúsund konur. Til þess þarf að ná þremur skilgreinum markmiðum á ævi ungu kynslóðar samtímans. Þar er fyrst til að taka að bólusetja 90% stúlkna gegn HPV-veirunni fyrir 15 ára aldur. Í annan stað að skima 70% kvenna um 35 ára aldur og aftur við 45 ára aldur. Loks ber 90% kvenna með forstig krabbamein að fá meðferð og sama hlutfall þeirra sem hafa fengið ífarandi krabbamein njóti þeirra úrræða sem tiltæk eru.“ Hverju ríki ber að stefna að því að ná svokölluðum 90-70-90 markmiðum fyrir 2030 með það fyrir augum að útrýma leghálskrabbameinu fyrir næstu aldamót. Dánartíðni á Íslandi lækkað um 90% Í frétt UNRIC kemur fram að tíðni leghálskrabbameins hafi farið lækkandi á Íslandi undanfarna áratug, þökk sé skipulagðri skimun með leghálsstroki. „Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella“, segir í fréttinni með tilvísun í heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent