Forsvarsmenn Reykjavíkurleikanna hafa áhyggjur af hertum aðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 18:20 Reykjavíkurleikarnir fara meðal annars fram í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurleikarnir eru á næsta leiti en íþróttahátíðin hefst þann 29. janúar næstkomandi. Undirbúningur er nú í fullum gangi en framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af mögulega hertum sóttvarnareglum. Í versta falli gæti þurft að fella leikana niður. Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari. Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari.
Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira