Forsvarsmenn Reykjavíkurleikanna hafa áhyggjur af hertum aðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 18:20 Reykjavíkurleikarnir fara meðal annars fram í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurleikarnir eru á næsta leiti en íþróttahátíðin hefst þann 29. janúar næstkomandi. Undirbúningur er nú í fullum gangi en framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af mögulega hertum sóttvarnareglum. Í versta falli gæti þurft að fella leikana niður. Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari. Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari.
Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira