Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju Vísir/Sigurjón Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur. Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn. Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn.
Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira