Biden telur Pútín hyggja á innrás og segir hann munu gjalda það dýru verði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. janúar 2022 07:06 Herflutningar Rússa á Krímskaga. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segist telja að Vladimír Pútín kollegi hans í Rússlandi hyggi á einhvers konar innrás í Úkraínu á næstunni. Hann segir þó ekki ljóst af hvaða stærðargráðu slík innrás verði og varar Pútín við því að reyna á samstöðu vesturlanda, ef hann geri það muni hann gjalda þess dýru verði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt í Hvíta húsinu í nótt. Rússar hafa þráfaldlega neitað því að innrás vofi yfir en engu að síður hafa þeir safnað upp miklu liði við landamærin að Úkraínu, bæði Rússlandsmegin en einnig í Hvíta-Rússlandi. Talið er að um hundrað þúsund rússneskir hermenn séu í grennd við landamærin í dag. Biden var heldur óskýr í máli á fundinum en á honum mátti skilja að viðbrögð NATO muni fara eftir því hve viðamikil innrás Rússa verði í landið. Í tilkynningu frá talskonu Hvíta hússins sem send var út eftir fundinn kom þó skýrt fram að ef Rússar ráðist með einhverjum hætti inn fyrir landamæri Úkraínu verði því mætt af hörku af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. 18. janúar 2022 17:06 Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14. janúar 2022 22:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hann segir þó ekki ljóst af hvaða stærðargráðu slík innrás verði og varar Pútín við því að reyna á samstöðu vesturlanda, ef hann geri það muni hann gjalda þess dýru verði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt í Hvíta húsinu í nótt. Rússar hafa þráfaldlega neitað því að innrás vofi yfir en engu að síður hafa þeir safnað upp miklu liði við landamærin að Úkraínu, bæði Rússlandsmegin en einnig í Hvíta-Rússlandi. Talið er að um hundrað þúsund rússneskir hermenn séu í grennd við landamærin í dag. Biden var heldur óskýr í máli á fundinum en á honum mátti skilja að viðbrögð NATO muni fara eftir því hve viðamikil innrás Rússa verði í landið. Í tilkynningu frá talskonu Hvíta hússins sem send var út eftir fundinn kom þó skýrt fram að ef Rússar ráðist með einhverjum hætti inn fyrir landamæri Úkraínu verði því mætt af hörku af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. 18. janúar 2022 17:06 Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14. janúar 2022 22:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. 18. janúar 2022 17:06
Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04
Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00
Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14. janúar 2022 22:31