„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“ Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2022 12:57 Inga Þyri er orðin 78 ára gömul og hún er sannarlega ekki að stressa sig á látunum sem hafa orðið vegna auglýsingar sem hún lék í. Inga Þyri er orðin eftirsótt í auglýsingar og kvikmyndir, sem hún segir óvæntan feril á efri árum. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni. Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu. Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira