Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2022 11:30 Sálfræðingurinn Hulda Töglyes deilir nokkrum góðum ráðum við skammdegisþunglyndi sem svo margir Íslendingar glíma við á þessum árstíma. Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. Hvað er þetta umtalaða skammdegisþunglyndi og hvernig lýsir það sér? Þetta eru í raun depurðareinkenni og þyngsli sem láta frekar sjá sig á þeim tíma þegar daginn styttir á haustin og þangað til hann fer að lengja aftur að vori. Á Íslandi verður auðvitað mjög dimmt og mörgu fólki finnst erfitt að sjá varla til sólar í margar vikur í röð, vakna í myrkri, keyra heim seinnipartinn í myrkri og sofna í myrkri. „Þetta lýsir sér til dæmis í því að fólk hefur minni orku, minni áhuga á hlutum sem það hafði áhuga á áður, svefninn fer í óreglu, stundum sefur fólk of mikið eða leggur sig á daginn.“ Svo hefur hefur fólk stundum komið sér upp rútínu sem fer úr skorðum í skammdeginu, til dæmis dettur hreyfing út, það verður gjarnan erfiðara að fara á æfingu eða hafa sig út í göngutúr í kulda og myrkur. Sumu fólki líður mjög illa og er með mikil þunglyndiseinkenni, finnur fyrir vonleysi eða tilgangsleysi, einangrar sig jafnvel og hefur sjálfsvígshugsanir. Upp að hvaða marki er eðlilegt að glíma við skammdegisþunglyndi og hvenær myndirðu segja að það væri ráðlagt að leita sér faglegrar aðstoðar? Nú hef ég búið á Íslandi alla ævi og held að þetta hafi einhver áhrif á ansi mörg okkar. Það er kannski alveg eðlilegt að það sé auðveldara að vakna og koma sér af stað í birtu og sól en í slyddu, myrkri og frosti. Ég held samt sem áður að mörg sem hafa búið hér á Íslandi í langan tíma hafi ef til vill komið sér upp bjargráðum við þessu, hafi til að mynda keypt sér dagljós, dagljósaklukkur, haldið hreyfingu eða útivist í rútínu og passað upp á svefninn til að sporna við því að detta úr takti. En svo eru líka mörg sem líður mjög illa og finna fyrir mikilli truflun í daglegu lífi og þá er mikilvægt að leita aðstoðar því það er alltaf eitthvað hægt að gera til að fá hjálp við ástandinu og slæmri líðan. View this post on Instagram A post shared by Hulda To lgyes (@hulda.tolgyes) Hver eru þín bestu ráð til þess að hlúa að andlegri líðan í skammdeginu? Ég myndi segja að halda sem fastast í góðar venjur eins og að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma, sinna hreyfingu eða útivist og þá er sniðugt að fara út þegar bjart er. Næring er líka mikilvæg og án þess að ég sé næringarfræðingur skiptir miklu máli fyrir okkur sem búum svo norðarlega á jörðinni að taka D-vítamín. „Ég starfa þannig að ég vil skoða allt heildrænt og spyr fólk gjarnan hvort það hafi farið í blóðprufu nýlega ef líðan hefur snarversnað. Oft kemur í kjölfarið í ljós járnskortur, B12 skortur eða D-vítamínskortur. En allt þetta hefur áhrif á líðan okkar. Það er nefnilega ekki hægt að skilja að huga og líkama.“ Hvað varðar félagslega partinn myndi ég leggja áherslu á það að fólk héldi áfram að tengjast sínum nánustu og eiga nærandi stundir með þeim. Einangrun er nefnilega besti vinur þunglyndisins og ef við einangrum okkur mikið nærum við þunglyndið ef svo má að orði komast. Þá verður líðan gjarnan verri. Fyrir mörg skiptir líka máli að halda heimilinu snyrtilegu, draga upp gardínur og opna glugga alla morgna, búa um rúm osfrv. Einnig er mikilvægt að sinna áfram áhugamálum, prófa eitthvað nýtt og halda sér í virkni. Virkni er einmitt einn óvinur þunglyndis og depurðar. Það er svo margt sem við getum gert til að halda depurð og kvíða í skefjum en oft þurfum við hjálp með það. Það er ekkert óeðlilegt við það að fá faglega sálfræðiaðstoð á einhverjum tímapunkti í lífinu. View this post on Instagram A post shared by Hulda To lgyes (@hulda.tolgyes) Er eitthvað sem við ættum að forðast að gera í skammdeginu? Já, að einangra okkur, sitja of lengi í einu fyrir framan skjá, hætta að hreyfa okkur, drekka mikið áfengi eða vera í vanvirkni. Þetta eru allt hlutir sem láta okkur gjarnan líða verr. Á Covid tímum er fólk oft að vinna heima og þá er einstaklega mikilvægt að fara út úr húsi þó það sé ekki nema göngutúr í hverfinu eða í búðina eða stutt heimsókn til einhvers. Það er líka mikilvægt að vinna ekki lengi í sama rými og við sofum. Þetta getur truflað svefn og ættum við að forðast það að vinna eða læra uppi í rúmi eða í svefnherberginu. Góður kollegi minn segir alltaf að þunglyndið uni sér best á sem minnstum radíus. Gott er að hafa það í huga og skipta reglulega um umhverfi á þann hátt sem hægt er. Ofan á skammdegið, þá eru margir að lenda í sóttkví eða einangrun og það getur tekið enn frekar á geðheilsuna. Hvað myndirðu ráðleggja þeim einstaklingum? Í raun bara að reyna að halda sem eðlilegustum takti, ef fólk fer í sturtu þegar það vaknar að halda því áfram, halda matartímum áfram á sama tíma, svefni og hreyfingu ef hægt er. Eins að reyna að tengjast sínum nánustu og loka sig ekki af. „Gott getur verið að minna sig á að þetta er tímabundið ástand sem mun taka enda en að því sögðu þurfum við ekki að fara í pollýönnuleik, okkur má alveg líða illa og finnast þetta erfitt. En reynum þá að tala um það, tengjast og styðja hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með Huldu á Instagram þar sem hún miðlar einföldu en hagnýtu fræðsluefni til fylgjenda sinna með það að markmiði að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi. Geðheilbrigði Heilsa Tengdar fréttir Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01 Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. 23. maí 2020 18:33 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hvað er þetta umtalaða skammdegisþunglyndi og hvernig lýsir það sér? Þetta eru í raun depurðareinkenni og þyngsli sem láta frekar sjá sig á þeim tíma þegar daginn styttir á haustin og þangað til hann fer að lengja aftur að vori. Á Íslandi verður auðvitað mjög dimmt og mörgu fólki finnst erfitt að sjá varla til sólar í margar vikur í röð, vakna í myrkri, keyra heim seinnipartinn í myrkri og sofna í myrkri. „Þetta lýsir sér til dæmis í því að fólk hefur minni orku, minni áhuga á hlutum sem það hafði áhuga á áður, svefninn fer í óreglu, stundum sefur fólk of mikið eða leggur sig á daginn.“ Svo hefur hefur fólk stundum komið sér upp rútínu sem fer úr skorðum í skammdeginu, til dæmis dettur hreyfing út, það verður gjarnan erfiðara að fara á æfingu eða hafa sig út í göngutúr í kulda og myrkur. Sumu fólki líður mjög illa og er með mikil þunglyndiseinkenni, finnur fyrir vonleysi eða tilgangsleysi, einangrar sig jafnvel og hefur sjálfsvígshugsanir. Upp að hvaða marki er eðlilegt að glíma við skammdegisþunglyndi og hvenær myndirðu segja að það væri ráðlagt að leita sér faglegrar aðstoðar? Nú hef ég búið á Íslandi alla ævi og held að þetta hafi einhver áhrif á ansi mörg okkar. Það er kannski alveg eðlilegt að það sé auðveldara að vakna og koma sér af stað í birtu og sól en í slyddu, myrkri og frosti. Ég held samt sem áður að mörg sem hafa búið hér á Íslandi í langan tíma hafi ef til vill komið sér upp bjargráðum við þessu, hafi til að mynda keypt sér dagljós, dagljósaklukkur, haldið hreyfingu eða útivist í rútínu og passað upp á svefninn til að sporna við því að detta úr takti. En svo eru líka mörg sem líður mjög illa og finna fyrir mikilli truflun í daglegu lífi og þá er mikilvægt að leita aðstoðar því það er alltaf eitthvað hægt að gera til að fá hjálp við ástandinu og slæmri líðan. View this post on Instagram A post shared by Hulda To lgyes (@hulda.tolgyes) Hver eru þín bestu ráð til þess að hlúa að andlegri líðan í skammdeginu? Ég myndi segja að halda sem fastast í góðar venjur eins og að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma, sinna hreyfingu eða útivist og þá er sniðugt að fara út þegar bjart er. Næring er líka mikilvæg og án þess að ég sé næringarfræðingur skiptir miklu máli fyrir okkur sem búum svo norðarlega á jörðinni að taka D-vítamín. „Ég starfa þannig að ég vil skoða allt heildrænt og spyr fólk gjarnan hvort það hafi farið í blóðprufu nýlega ef líðan hefur snarversnað. Oft kemur í kjölfarið í ljós járnskortur, B12 skortur eða D-vítamínskortur. En allt þetta hefur áhrif á líðan okkar. Það er nefnilega ekki hægt að skilja að huga og líkama.“ Hvað varðar félagslega partinn myndi ég leggja áherslu á það að fólk héldi áfram að tengjast sínum nánustu og eiga nærandi stundir með þeim. Einangrun er nefnilega besti vinur þunglyndisins og ef við einangrum okkur mikið nærum við þunglyndið ef svo má að orði komast. Þá verður líðan gjarnan verri. Fyrir mörg skiptir líka máli að halda heimilinu snyrtilegu, draga upp gardínur og opna glugga alla morgna, búa um rúm osfrv. Einnig er mikilvægt að sinna áfram áhugamálum, prófa eitthvað nýtt og halda sér í virkni. Virkni er einmitt einn óvinur þunglyndis og depurðar. Það er svo margt sem við getum gert til að halda depurð og kvíða í skefjum en oft þurfum við hjálp með það. Það er ekkert óeðlilegt við það að fá faglega sálfræðiaðstoð á einhverjum tímapunkti í lífinu. View this post on Instagram A post shared by Hulda To lgyes (@hulda.tolgyes) Er eitthvað sem við ættum að forðast að gera í skammdeginu? Já, að einangra okkur, sitja of lengi í einu fyrir framan skjá, hætta að hreyfa okkur, drekka mikið áfengi eða vera í vanvirkni. Þetta eru allt hlutir sem láta okkur gjarnan líða verr. Á Covid tímum er fólk oft að vinna heima og þá er einstaklega mikilvægt að fara út úr húsi þó það sé ekki nema göngutúr í hverfinu eða í búðina eða stutt heimsókn til einhvers. Það er líka mikilvægt að vinna ekki lengi í sama rými og við sofum. Þetta getur truflað svefn og ættum við að forðast það að vinna eða læra uppi í rúmi eða í svefnherberginu. Góður kollegi minn segir alltaf að þunglyndið uni sér best á sem minnstum radíus. Gott er að hafa það í huga og skipta reglulega um umhverfi á þann hátt sem hægt er. Ofan á skammdegið, þá eru margir að lenda í sóttkví eða einangrun og það getur tekið enn frekar á geðheilsuna. Hvað myndirðu ráðleggja þeim einstaklingum? Í raun bara að reyna að halda sem eðlilegustum takti, ef fólk fer í sturtu þegar það vaknar að halda því áfram, halda matartímum áfram á sama tíma, svefni og hreyfingu ef hægt er. Eins að reyna að tengjast sínum nánustu og loka sig ekki af. „Gott getur verið að minna sig á að þetta er tímabundið ástand sem mun taka enda en að því sögðu þurfum við ekki að fara í pollýönnuleik, okkur má alveg líða illa og finnast þetta erfitt. En reynum þá að tala um það, tengjast og styðja hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með Huldu á Instagram þar sem hún miðlar einföldu en hagnýtu fræðsluefni til fylgjenda sinna með það að markmiði að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi.
Geðheilbrigði Heilsa Tengdar fréttir Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01 Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. 23. maí 2020 18:33 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01
Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. 23. maí 2020 18:33