Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 25. janúar 2022 18:06 Nýgift! Instagram Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Byrjaði allt með skilaboðum Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Hún telur að innsæið hafi verið ástæða þess að hún hafi yfirhöfuð opnað skilaboðin þar sem hún var ekki að svara skilaboðum frá fólki sem hún þekkti ekki. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Stóð alltaf til að halda tvö brúðkaup. Það stóð alltaf til frá upphafi að halda tvö brúðkaup, eitt á Íslandi og eitt í Þýskalandi svo að þau gætu fagnað með öllum í kringum sig svo það var ekki tilkomið vegna ástandsins. Því miður komust færri að í brúðkaupinu úti en upphaflega var planað vegna takmarkana. Stefnan er svo að halda stórt brúðkaup á Íslandi sumarið 2023 sem er nú þegar komið langleiðina í skipulagningu. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Greindist með Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið. Aðspurð hvernig dagarnir fram að brúðkaupinu voru segir Katrín þá hafa verið nokkuð rólega fyrir utan það að brúðguminn fékk Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið eftir heimsókn til Íslands. „Hann þurfti að vera sjö daga í sóttkví og við vorum saman hérna heima þar sem ég tók heimapróf alla morgna með hjartað í buxunum að fá Covid og þurfa að fresta brúðkaupinu. En mér tókst sem betur fer að sleppa við veiruna,“ segir hún um stressið sem fylgdi greiningunni. Katrín Edda sá sjálf um förðunina og hárið á stóra daginn með aðstoð frá sínum nánustu. Við athöfnina sjálfa í ráðhúsinu í Markgröningen var aðeins leyfilegt að vera þar tvö ásamt tveimur vottum. Þau fengu þó að hafa hurðina opna fram þar sem foreldrar þeirra stóðu og fylgdust með. Þar að auki streymdu þau athöfninni til ástvina heima á Íslandi í gegnum Facebook. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Fóru snemma að sofa eftir stóra daginn Eftir athöfnina voru nokkrir af vinum þeirra og fjölskyldu óvænt fyrir utan ráðhúsið sem þau skáluðu við freyðivín. Eftir athöfnina í hittust þau með sinni allra nánustu fjölskyldu og um kvöldið fóru hjónin svo á veitingastað með átta vinum sínum og fögnuðu þar ástinni saman. „Sökum covid máttum við því miður ekki bjóða fleirum og þurftum í ofanálag að yfirgefa staðinn klukkan 22:30. En þá fórum við heim, áttum gott spjall við mömmu og Rúnar og fórum tiltölulega snemma að sofa,“ Segir hún um brúðkaupsdaginn. Það sem stóð upp úr á stóra deginum var að setja upp hringana og kyssa nýja eiginmanninn en þá var þetta orðið svona alvöru, alvöru eins og Katrín orðaði það. Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Byrjaði allt með skilaboðum Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Hún telur að innsæið hafi verið ástæða þess að hún hafi yfirhöfuð opnað skilaboðin þar sem hún var ekki að svara skilaboðum frá fólki sem hún þekkti ekki. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Stóð alltaf til að halda tvö brúðkaup. Það stóð alltaf til frá upphafi að halda tvö brúðkaup, eitt á Íslandi og eitt í Þýskalandi svo að þau gætu fagnað með öllum í kringum sig svo það var ekki tilkomið vegna ástandsins. Því miður komust færri að í brúðkaupinu úti en upphaflega var planað vegna takmarkana. Stefnan er svo að halda stórt brúðkaup á Íslandi sumarið 2023 sem er nú þegar komið langleiðina í skipulagningu. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Greindist með Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið. Aðspurð hvernig dagarnir fram að brúðkaupinu voru segir Katrín þá hafa verið nokkuð rólega fyrir utan það að brúðguminn fékk Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið eftir heimsókn til Íslands. „Hann þurfti að vera sjö daga í sóttkví og við vorum saman hérna heima þar sem ég tók heimapróf alla morgna með hjartað í buxunum að fá Covid og þurfa að fresta brúðkaupinu. En mér tókst sem betur fer að sleppa við veiruna,“ segir hún um stressið sem fylgdi greiningunni. Katrín Edda sá sjálf um förðunina og hárið á stóra daginn með aðstoð frá sínum nánustu. Við athöfnina sjálfa í ráðhúsinu í Markgröningen var aðeins leyfilegt að vera þar tvö ásamt tveimur vottum. Þau fengu þó að hafa hurðina opna fram þar sem foreldrar þeirra stóðu og fylgdust með. Þar að auki streymdu þau athöfninni til ástvina heima á Íslandi í gegnum Facebook. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Fóru snemma að sofa eftir stóra daginn Eftir athöfnina voru nokkrir af vinum þeirra og fjölskyldu óvænt fyrir utan ráðhúsið sem þau skáluðu við freyðivín. Eftir athöfnina í hittust þau með sinni allra nánustu fjölskyldu og um kvöldið fóru hjónin svo á veitingastað með átta vinum sínum og fögnuðu þar ástinni saman. „Sökum covid máttum við því miður ekki bjóða fleirum og þurftum í ofanálag að yfirgefa staðinn klukkan 22:30. En þá fórum við heim, áttum gott spjall við mömmu og Rúnar og fórum tiltölulega snemma að sofa,“ Segir hún um brúðkaupsdaginn. Það sem stóð upp úr á stóra deginum var að setja upp hringana og kyssa nýja eiginmanninn en þá var þetta orðið svona alvöru, alvöru eins og Katrín orðaði það.
Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30