Tónlistarundrið Árný Margrét frumsýnir myndband við glænýtt lag Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. janúar 2022 07:00 Tónlistarkonan Árný Margrét gaf í dag út sitt annað lag, Akureyri. Guðm. Kristinn Jónsson „Ég held að það að vera á nýjum stað sem ég hafði aldrei komið á áður hafi kveikt í mér einhvern veginn. Lagið bara rann úr mér,“ segir unga tónlistarkonan Árný Margrét sem gaf í dag út sitt annað lag, Akureyri. En Árný frumsýnir myndband við lagið hér á Vísi. Árný samdi lagið þegar hún heimsótti Akureyri í fyrsta sinn síðasta sumar. Hún segir lagið þó ekki fjalla um bæinn sjálfan. Laginu hafi verið gefið þetta nafn tímabundið til þess að greina það frá öðrum lögum. Nafnið hafi hins vegar passað svo vel við lagið að hún ákvað að halda því. Laginu fylgir einfalt og fallegt tónlistarmyndband sem tekið var upp á Vigdísarvöllum. Í myndbandinu sést Árný ganga í snjónum, alein með gítarinn. „Við vorum ekkert mikið að mikla þetta fyrir okkur. Við fengum kamerumann og keyrðum af stað rétt fyrir gula viðvörun. Við eltum svo veðrið og náttúruna og létum það allt leiða okkur svolítið áfram, nýttum það sem við höfðum. En þetta kom bara vel út, þó að það hafi verið mjög kalt!“ segir Árný. Lagið Akureyri er annað lag Árnýjar Margrétar en hún gaf út lagið Interwined á síðasta ári. Von er á enn fleiri lögum frá Árnýju á næstunni. „Ég er að fara gefa út annað lag, það er á íslensku og kemur út í byrjun febrúar. Svo er að koma út EP plata núna í lok febrúar sem er mjög spennandi.“ Sjá einnig: Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði Árný sagði frá því í viðtali síðasta haust að fram til ársins 2019 hafi hún að mestu leyti spilað tónlist ein inni í herberginu sínu. Það var svo þegar hún komst í samband við Högna Egilsson tónlistarmann og hann notaði lag eftir hana í myndinni Þriðji póllinn, sem boltinn fór að rúlla. Nýverið skrifaði hún svo undir samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Higher Roads Touring. Hún segist hafa góða tilfinningu fyrir samstarfinu en hún reynir að halda sér niðri á jörðinni og stressa sig sem minnst. „Ég finn að þetta er fólk sem er með mér í liði og vill að allt gangi vel, sem er ótrúlega gott að hafa í þessum bransa. Phoebe Bridgers er líka hjá þeim sem er alveg ruglað, hef hlustað á hana lengi.“ Klippa: Árný Margrét - Akureyri Tónlist Tengdar fréttir Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Árný samdi lagið þegar hún heimsótti Akureyri í fyrsta sinn síðasta sumar. Hún segir lagið þó ekki fjalla um bæinn sjálfan. Laginu hafi verið gefið þetta nafn tímabundið til þess að greina það frá öðrum lögum. Nafnið hafi hins vegar passað svo vel við lagið að hún ákvað að halda því. Laginu fylgir einfalt og fallegt tónlistarmyndband sem tekið var upp á Vigdísarvöllum. Í myndbandinu sést Árný ganga í snjónum, alein með gítarinn. „Við vorum ekkert mikið að mikla þetta fyrir okkur. Við fengum kamerumann og keyrðum af stað rétt fyrir gula viðvörun. Við eltum svo veðrið og náttúruna og létum það allt leiða okkur svolítið áfram, nýttum það sem við höfðum. En þetta kom bara vel út, þó að það hafi verið mjög kalt!“ segir Árný. Lagið Akureyri er annað lag Árnýjar Margrétar en hún gaf út lagið Interwined á síðasta ári. Von er á enn fleiri lögum frá Árnýju á næstunni. „Ég er að fara gefa út annað lag, það er á íslensku og kemur út í byrjun febrúar. Svo er að koma út EP plata núna í lok febrúar sem er mjög spennandi.“ Sjá einnig: Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði Árný sagði frá því í viðtali síðasta haust að fram til ársins 2019 hafi hún að mestu leyti spilað tónlist ein inni í herberginu sínu. Það var svo þegar hún komst í samband við Högna Egilsson tónlistarmann og hann notaði lag eftir hana í myndinni Þriðji póllinn, sem boltinn fór að rúlla. Nýverið skrifaði hún svo undir samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Higher Roads Touring. Hún segist hafa góða tilfinningu fyrir samstarfinu en hún reynir að halda sér niðri á jörðinni og stressa sig sem minnst. „Ég finn að þetta er fólk sem er með mér í liði og vill að allt gangi vel, sem er ótrúlega gott að hafa í þessum bransa. Phoebe Bridgers er líka hjá þeim sem er alveg ruglað, hef hlustað á hana lengi.“ Klippa: Árný Margrét - Akureyri
Tónlist Tengdar fréttir Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp