Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2022 20:16 Myndatökurnar fóru m.a. fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þóttu takast einstaklega vel. Aðsend Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London. Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira