Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. janúar 2022 11:31 Tónlistarfólkið RAKEL, JóiPé og CeaseTone eru tilnefnd til Hlustendaverðlauna fyrir lagið Ég var að spá. Aðsend Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. Í flokknum Lag Ársins keppast sjö íslensk lög um vinninginn en lögin eru öll ólík og tilheyra fjölbreyttum tónlistarstefnum. Lífið á Vísi heyrði í því tónlistarfólki sem flytur lögin sem fengu tilnefningu og fékk að heyra söguna á bak við hvert einasta lag. Á næstu viku munum við birta viðtölin og veita lesendum frekari innsýn í ferlið á bak við sín uppáhalds lög. Fyrsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Ég var að spá með tónlistarfólkinu RAKEL, JóaPé og CeaseTone en blaðamaður fékk þau til að svara nokkrum spurningum. View this post on Instagram A post shared by RAKEL (@rakelisrakel) Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn? Lagið varð til um hávetur og við vorum að reyna að gera eitthvað dramatískt tilfinningapopp. Við vorum síðan ekki alveg að nenna því og ákváðum að gera eitthvað flipp og stuð í staðinn sem frelsaði hugann aðeins og leiddi okkur út í þetta lag. Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika? Rakel og Haffi (CeaseTone) höfðu aldrei samið texta á íslensku áður og voru smá smeik við það en það kom svo á óvart hversu auðveldlega það flæddi. Það hjálpaði til að Jói setti svolítið tóninn með sínu fyrsta versi. Haffi eyddi svo allt of miklum tíma bara í bassalínuna sjálfa sem endaði með að hún stýrir laginu ansi mikið. Við komum öll frá þokkalega mismunandi músikölskum bakgrunni og því var gaman að sjá hvernig okkar eiginleikar enduðu með að smella svona vel saman, indie pop rokk og hip hop virðast eiga ágætis samleið undir réttum kringumstæðum. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Á endanum var þetta lag góð áminning fyrir okkur hversu góðir hlutir geta komið út úr því að sleppa bara svolítið takinu og gleyma sér í því að gera eitthvað sem er algjörlega til gamans. Áttuð þið von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda? Við vorum öll mjög sátt með lagið og höfðum góða tilfinningu fyrir því. Okkur grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið með slakandi takmörkunum og rísandi sól, en maður passar alltaf að halda væntingum í skefjum þegar maður gefur út nýja tónlist. Það kom okkur samt svo sannarlega skemmtilega á óvart hversu vel fólk tók við þessu lagi. Núna krossum við fingur og bíðum eftir því að fá að flytja lagið fyrir framan fólk. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zv2ES4pW0tk">watch on YouTube</a> Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér. Tónlist Menning Hlustendaverðlaunin Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Í flokknum Lag Ársins keppast sjö íslensk lög um vinninginn en lögin eru öll ólík og tilheyra fjölbreyttum tónlistarstefnum. Lífið á Vísi heyrði í því tónlistarfólki sem flytur lögin sem fengu tilnefningu og fékk að heyra söguna á bak við hvert einasta lag. Á næstu viku munum við birta viðtölin og veita lesendum frekari innsýn í ferlið á bak við sín uppáhalds lög. Fyrsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Ég var að spá með tónlistarfólkinu RAKEL, JóaPé og CeaseTone en blaðamaður fékk þau til að svara nokkrum spurningum. View this post on Instagram A post shared by RAKEL (@rakelisrakel) Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn? Lagið varð til um hávetur og við vorum að reyna að gera eitthvað dramatískt tilfinningapopp. Við vorum síðan ekki alveg að nenna því og ákváðum að gera eitthvað flipp og stuð í staðinn sem frelsaði hugann aðeins og leiddi okkur út í þetta lag. Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika? Rakel og Haffi (CeaseTone) höfðu aldrei samið texta á íslensku áður og voru smá smeik við það en það kom svo á óvart hversu auðveldlega það flæddi. Það hjálpaði til að Jói setti svolítið tóninn með sínu fyrsta versi. Haffi eyddi svo allt of miklum tíma bara í bassalínuna sjálfa sem endaði með að hún stýrir laginu ansi mikið. Við komum öll frá þokkalega mismunandi músikölskum bakgrunni og því var gaman að sjá hvernig okkar eiginleikar enduðu með að smella svona vel saman, indie pop rokk og hip hop virðast eiga ágætis samleið undir réttum kringumstæðum. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Á endanum var þetta lag góð áminning fyrir okkur hversu góðir hlutir geta komið út úr því að sleppa bara svolítið takinu og gleyma sér í því að gera eitthvað sem er algjörlega til gamans. Áttuð þið von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda? Við vorum öll mjög sátt með lagið og höfðum góða tilfinningu fyrir því. Okkur grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið með slakandi takmörkunum og rísandi sól, en maður passar alltaf að halda væntingum í skefjum þegar maður gefur út nýja tónlist. Það kom okkur samt svo sannarlega skemmtilega á óvart hversu vel fólk tók við þessu lagi. Núna krossum við fingur og bíðum eftir því að fá að flytja lagið fyrir framan fólk. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zv2ES4pW0tk">watch on YouTube</a> Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér.
Tónlist Menning Hlustendaverðlaunin Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05