Hákon Gunnarsson í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:18 Hákon Gunnarsson sækist eftir 1.-2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi. Aðsend Hákon Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í forvali Samfylkingarinnar í forvali fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og gefur hann kost á sér í 1.-2. sæti. Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“ Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“
Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira