„Staðreyndin er sú að ég hef aldrei getað borðað túnfisksalat“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. janúar 2022 11:31 Jón Jónsson og Guðrún Ýr Eyfjörð sameinuðu krafta sína við lagið Ef ástin er hrein. Lagið er tilnefnt í flokknum Lag Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Baldur Kristjáns Tónlistarfólkið Jón Jónsson og Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, sendu frá sér lagið Ef ástin er hrein þann 15. janúar 2021 við góðar viðtökur en lagið sat meðal annars í fyrsta sæti á árslistum FM957 og Bylgjunnar fyrir árið 2021. Nú er komið að því að velja lag ársins fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 standa saman að þessari verðlaunahátíð og í flokknum Lag Ársins koma sjö lög til greina. Lífið á Vísi setti sig í samband við tónlistarfólkið á bak við þessa hittara og fékk að heyra söguna á bak við lagið. Næsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Ef ástin er hrein en blaðamaður fékk þau Jón Jónsson og GDRN til að svara nokkrum spurningum. Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn? Jón Jónsson: Ef ástin er hrein var fyrsta lagið sem ég samdi á píanóið sem keypti í desember 2018. Við Hafdís, konan mín, höfðum verið að ræða málin og létta á okkur hvað mætti betur fara hjá hvort öðru. Léttari í hjartanu kom til mín línan Þú falsar ekki kærleikann, hann endurspeglar sannleikann og viðlagslínan: Ef ástin er hrein ratar hamingjan heim. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika? Jón Jónsson: Þetta lag gæti verið góð sönnun á hinu fornkveðna að góðir hlutir gerist hægt. Lagið hafði ég átt í töluverðan tíma en mér hafði aldrei tekist að klára textann. Þá er gott að eiga góða að og Einar Lövdahl las mig eins og opna bók og fyllti í eyðurnar. Þegar lagið var klárt tóku örlögin það í fang sitt því í tvígang varð Guðrún á vegi mínum: Fyrst þegar við Frikki sömdum tónlist sem hún flutti svo fallega í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu og svo þegar við sungum dúett hjá Bó í desember 2019. Því bauð ég henni að kíkja á mig snemma árs 2020 þar sem ég söng lagið fyrir hana. Blessunarlega var hún strax klár í slaginn. Það fyndna er að þó lagið fjalli um heiðarleika þá var ég ekki alveg heiðarlegur á þessum fyrsta fundi því Guðrún var svo elskuleg að koma með brauð og túnfisksalat. Ég þóttist borða það með bestu lyst en staðreyndin er sú að ég hef aldrei getað borðað túnfisksalat, haha. Nema hvað að í febrúar hittum við Magnús Jóhann og ákváðum tóntegund auk þess sem hann lagði byrjunar hljómana svona smekklega. Þeir í raun settu stemninguna í lagið. Þá var röðin komin að Pálma Ragnari poppkóngi Íslands að setja lagið í sinn rétta búning. Guðrún setti líka sinn blæ á melódíuna með sinni fallegu túlkun. Þó ekkert hafi verið höfuðverkur í ferlinu dvöldum við kannski hvað mest við það hvernig lagið ætti að enda en þegar við ákváðum að skipta loka viðlaginu og enda það svo saman með röddun small þetta. Bergur Einar trommari setti svo punktinn yfir i-ið með vel völdum trommuslætti ofan á trommurnar sem Pálmi hafði þegar smíðað. GDRN: Ferlið gekk ofboðslega vel, skemmtilegt að vinna í laginu og það lifnaði ofboðslega fljótt við í þessum dúett. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Áttuð þið von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda? Jón Jónsson: Ári eftir túnfisksalatið spiluðum við lagið hjá Gísla Marteini á útgáfudeginum og segja má að þá strax hafi viðbrögðin komið á óvart. Þau einkenndust af mikilli birtu og jákvæðni. Síðan þá höfum við fengið alls konar fallegar og persónulegar sögur frá fólki þar sem lagið spilar jafnvel stórt hlutverk í að fá pör til að vanda sín samskipti og uppgötva hvað kærleikurinn og heiðarleikinn skiptir miklu máli. GDRN: Nei fyrir mitt leyti hafði ég ekki grænan hvernig fólk myndi taka í lagið en ég er svo þakklát og gaman að fá að sjá hvað fólk tengir vel og nýtur að hlusta. Þá fáum við líka fleiri tækifæri til að syngja það fyrir ykkur öll! Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér. Hlustendaverðlaunin Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. 29. janúar 2022 11:30 Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nú er komið að því að velja lag ársins fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 standa saman að þessari verðlaunahátíð og í flokknum Lag Ársins koma sjö lög til greina. Lífið á Vísi setti sig í samband við tónlistarfólkið á bak við þessa hittara og fékk að heyra söguna á bak við lagið. Næsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Ef ástin er hrein en blaðamaður fékk þau Jón Jónsson og GDRN til að svara nokkrum spurningum. Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn? Jón Jónsson: Ef ástin er hrein var fyrsta lagið sem ég samdi á píanóið sem keypti í desember 2018. Við Hafdís, konan mín, höfðum verið að ræða málin og létta á okkur hvað mætti betur fara hjá hvort öðru. Léttari í hjartanu kom til mín línan Þú falsar ekki kærleikann, hann endurspeglar sannleikann og viðlagslínan: Ef ástin er hrein ratar hamingjan heim. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika? Jón Jónsson: Þetta lag gæti verið góð sönnun á hinu fornkveðna að góðir hlutir gerist hægt. Lagið hafði ég átt í töluverðan tíma en mér hafði aldrei tekist að klára textann. Þá er gott að eiga góða að og Einar Lövdahl las mig eins og opna bók og fyllti í eyðurnar. Þegar lagið var klárt tóku örlögin það í fang sitt því í tvígang varð Guðrún á vegi mínum: Fyrst þegar við Frikki sömdum tónlist sem hún flutti svo fallega í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu og svo þegar við sungum dúett hjá Bó í desember 2019. Því bauð ég henni að kíkja á mig snemma árs 2020 þar sem ég söng lagið fyrir hana. Blessunarlega var hún strax klár í slaginn. Það fyndna er að þó lagið fjalli um heiðarleika þá var ég ekki alveg heiðarlegur á þessum fyrsta fundi því Guðrún var svo elskuleg að koma með brauð og túnfisksalat. Ég þóttist borða það með bestu lyst en staðreyndin er sú að ég hef aldrei getað borðað túnfisksalat, haha. Nema hvað að í febrúar hittum við Magnús Jóhann og ákváðum tóntegund auk þess sem hann lagði byrjunar hljómana svona smekklega. Þeir í raun settu stemninguna í lagið. Þá var röðin komin að Pálma Ragnari poppkóngi Íslands að setja lagið í sinn rétta búning. Guðrún setti líka sinn blæ á melódíuna með sinni fallegu túlkun. Þó ekkert hafi verið höfuðverkur í ferlinu dvöldum við kannski hvað mest við það hvernig lagið ætti að enda en þegar við ákváðum að skipta loka viðlaginu og enda það svo saman með röddun small þetta. Bergur Einar trommari setti svo punktinn yfir i-ið með vel völdum trommuslætti ofan á trommurnar sem Pálmi hafði þegar smíðað. GDRN: Ferlið gekk ofboðslega vel, skemmtilegt að vinna í laginu og það lifnaði ofboðslega fljótt við í þessum dúett. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Áttuð þið von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda? Jón Jónsson: Ári eftir túnfisksalatið spiluðum við lagið hjá Gísla Marteini á útgáfudeginum og segja má að þá strax hafi viðbrögðin komið á óvart. Þau einkenndust af mikilli birtu og jákvæðni. Síðan þá höfum við fengið alls konar fallegar og persónulegar sögur frá fólki þar sem lagið spilar jafnvel stórt hlutverk í að fá pör til að vanda sín samskipti og uppgötva hvað kærleikurinn og heiðarleikinn skiptir miklu máli. GDRN: Nei fyrir mitt leyti hafði ég ekki grænan hvernig fólk myndi taka í lagið en ég er svo þakklát og gaman að fá að sjá hvað fólk tengir vel og nýtur að hlusta. Þá fáum við líka fleiri tækifæri til að syngja það fyrir ykkur öll! Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér.
Hlustendaverðlaunin Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. 29. janúar 2022 11:30 Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. 29. janúar 2022 11:30
Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05