Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2022 00:15 Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18