Þessa förðunarvöru er hægt að nota til að hylja bólur eða annað á húðinni en einnig til að birta ákveðin svæði. Förðunarráð þáttarins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty eru sýndir á miðvikudögum á Lífinu á Vísi. Förðunarráð þáttarins var tekið upp á 101 Hotel en restin af þættinum var tekinn upp á heimili fyrsta viðmælandans í þessari nýju þáttaröð af Snyrtiborðinu.

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sýnir sína förðunarrútínu í þættinum. Hún byrjaði 12 ára að farða sig og lærði snemma að gera fullkominn eyeliner. Í þessu skemmtilega viðtali ræðir hún líka um retinol, gervibrúnku, tölvuleiki, vegan snyrtivörur og svo sýnir hún hvernig hún nær fullkomnum krullum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.