Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 00:59 Sumir ferðamenn koma gagngert til Íslands til að upplifa lægðina. Þessi ferðamaður lét reyna á jafnvægið við Sólfarið við Sæbraut í Reykjavík í lægð í ársbyrjun 2019. Vísir/Vilhelm Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. Rétt er að taka fram að eðli málsins samkvæmt er langt í frá um tæmandi talningu að ræða. Aðeins brotabrot af þeim lægðum sem landsmenn hafa þurft að glíma við eða sætta sig við, eftir því hvernig maður lítur á málin. Lægðin í febrúar 1991 er mörgum Íslendingnum í fersku minni. Björgunarsveitarfólk barðist við þakplöturnar, fjárhús og sumarbústaðir slitu rótum auk þess sem bílar enduðu á hvolfi. Þá voru veðurspár ekki jafn öflugar og í dag og minni tími til undirbúnings. Stökkvum svo inn í 21. öldina og fram í janúar 2010 þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið. Sigríður Mogensen fréttakona átti í mestu erfiðleikum með að standa utandyra í rokinu á Kjalarnesi. Fjölmargir ökumenn þurftu að skilja bíla sína eftir á Reykjanesbraut í janúar 2012. Færðin var skelfileg og þeir sem komust leiðar sinnar tókst það með því að fylgja eftir snjóruðningstæki. Hvassviðri, stormur, ofsaveður eða rok? Búið var að skipta yfir í mælingar í metrum á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í nóvember 2012. Höfuðborgarbúar og fólk á suðvesturhorninu fann sérstaklega fyrir óveðrinu í það skiptið. Margir sátu fastir í bílum sínum í mars 2013 þegar bylur gekk yfir. Í nóvember sama ár gekk mikið hvassviðri yfir. Þótti mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þegar stór vinnupallur féll á bíl sem stóð við Bárugötu í Reykjavík. Enn mætti lægð í heimsókn í desember 2014 þegar tré rifnaði upp með rótum og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum. Óveður gekk yfir landið í desember 2019. Íbúar á Norðvesturlandi glímdu við rafmagnsleysi í lengri tíma enda brotnaði nokkur fjöldi mastra og gerði fólki á svæðinu lífið leitt. Tré rifnuðu upp með rótum í Reykjavík. Í ársbyrjun 2020 mættu nokkrar lægðir í heimsókn. Mildi þótti að ekki hefði farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Gríðarlegt tjón varð víða um landið í febrúar 2020 þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Þótti mörgum nóg um í febrúar eftir lægðirnar framan af ári. Við tók faraldur nokkur sem kenndur hefur verið við Covid-19 en sem betur fer hafa Íslendingar að mestu sloppið við djúpar lægðir á meðan faraldrinum stóð. Nú eru vísbendingar um að hylli undir lok faraldursins og spurning hvort lægðunum fari að sama skapi að fjölga á nýjan leik. Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu sem gengur yfir landið í nótt og á morgun má finna í Vaktinni á Vísi. Veður Einu sinni var... Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Rétt er að taka fram að eðli málsins samkvæmt er langt í frá um tæmandi talningu að ræða. Aðeins brotabrot af þeim lægðum sem landsmenn hafa þurft að glíma við eða sætta sig við, eftir því hvernig maður lítur á málin. Lægðin í febrúar 1991 er mörgum Íslendingnum í fersku minni. Björgunarsveitarfólk barðist við þakplöturnar, fjárhús og sumarbústaðir slitu rótum auk þess sem bílar enduðu á hvolfi. Þá voru veðurspár ekki jafn öflugar og í dag og minni tími til undirbúnings. Stökkvum svo inn í 21. öldina og fram í janúar 2010 þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið. Sigríður Mogensen fréttakona átti í mestu erfiðleikum með að standa utandyra í rokinu á Kjalarnesi. Fjölmargir ökumenn þurftu að skilja bíla sína eftir á Reykjanesbraut í janúar 2012. Færðin var skelfileg og þeir sem komust leiðar sinnar tókst það með því að fylgja eftir snjóruðningstæki. Hvassviðri, stormur, ofsaveður eða rok? Búið var að skipta yfir í mælingar í metrum á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í nóvember 2012. Höfuðborgarbúar og fólk á suðvesturhorninu fann sérstaklega fyrir óveðrinu í það skiptið. Margir sátu fastir í bílum sínum í mars 2013 þegar bylur gekk yfir. Í nóvember sama ár gekk mikið hvassviðri yfir. Þótti mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þegar stór vinnupallur féll á bíl sem stóð við Bárugötu í Reykjavík. Enn mætti lægð í heimsókn í desember 2014 þegar tré rifnaði upp með rótum og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum. Óveður gekk yfir landið í desember 2019. Íbúar á Norðvesturlandi glímdu við rafmagnsleysi í lengri tíma enda brotnaði nokkur fjöldi mastra og gerði fólki á svæðinu lífið leitt. Tré rifnuðu upp með rótum í Reykjavík. Í ársbyrjun 2020 mættu nokkrar lægðir í heimsókn. Mildi þótti að ekki hefði farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Gríðarlegt tjón varð víða um landið í febrúar 2020 þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Þótti mörgum nóg um í febrúar eftir lægðirnar framan af ári. Við tók faraldur nokkur sem kenndur hefur verið við Covid-19 en sem betur fer hafa Íslendingar að mestu sloppið við djúpar lægðir á meðan faraldrinum stóð. Nú eru vísbendingar um að hylli undir lok faraldursins og spurning hvort lægðunum fari að sama skapi að fjölga á nýjan leik. Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu sem gengur yfir landið í nótt og á morgun má finna í Vaktinni á Vísi.
Veður Einu sinni var... Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira