Ellefu börn látast í Sýrlandi af völdum vetrarkulda og átaka Heimsljós 7. febrúar 2022 12:02 UNICEF Að minnsta kosti sex börn létust og eitt særðist alvarlega í átökum í landamærabænum Athmeh í norðvesturhluta Sýrlands í síðustu viku. Önnur fimm börn hafa látist í vetrarhörkum síðustu tvær vikur. Bertrand Bainvel, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, segir áhyggjuefni hversu harðnandi átök fara í og við Idlib í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er ári. Á svæðinu búi 1,2 milljónir barna sem þegar þurfi mikla aðstoð. Margar fjölskyldur eru á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja átök annars staðar frá í landinu. „Á síðasta ári áttu 70 prósent þeirra alvarlegu réttindabrota gegn börnum sem skráð voru í Sýrlandi sér stað í norðvesturhluta landsins. Þessi auknu átök nú verða í óvenju hörðum og köldum vetraraðstæðum hér. Metfrost hefur mælst í landshlutanum sem og víðar í Sýrlandi. Að minnsta kosti fimm sýrlensk börn hafa látist í norðurhluta Sýrlands bara á síðustu tveimur vikum vegna vetrarhörkunnar,“ segir Bainvel. Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent
Bertrand Bainvel, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, segir áhyggjuefni hversu harðnandi átök fara í og við Idlib í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er ári. Á svæðinu búi 1,2 milljónir barna sem þegar þurfi mikla aðstoð. Margar fjölskyldur eru á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja átök annars staðar frá í landinu. „Á síðasta ári áttu 70 prósent þeirra alvarlegu réttindabrota gegn börnum sem skráð voru í Sýrlandi sér stað í norðvesturhluta landsins. Þessi auknu átök nú verða í óvenju hörðum og köldum vetraraðstæðum hér. Metfrost hefur mælst í landshlutanum sem og víðar í Sýrlandi. Að minnsta kosti fimm sýrlensk börn hafa látist í norðurhluta Sýrlands bara á síðustu tveimur vikum vegna vetrarhörkunnar,“ segir Bainvel. Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent