Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Vísir Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Mæður oftar á þriðju vaktinni Rannsókn sem gerð var um þriðju vaktina á tímum kórónuveirunnar sýndi að yfirgnæfandi líkur voru á því að móðirin væri að taka þriðju vaktina í samböndum þar sem foreldrar eru móðir og faðir. Hafliði segir ábyrgð, álag og frumkvæði oft koma upp í ráðgjöf og þessi umræða um vaktina snýst um að ná jafnvægi hjá pörum þar sem báðir aðilar eru sáttir við skiptingu verkefna. „Með skipulagi og með því að deila niður verkefnum, þá þarf líka að sleppa,“ segir Hafliði um ferlið að verkaskipta innan heimilisins. Þarf að sleppa Það reynist oft erfitt að sleppa tökum á verkefnum því það er ekki traust til staðar eða þá að það er ekki vaninn að skipta þessu. Þá geta komið upp erfiðleikar og togstreita svo fólk þarf að taka gott samtal ef það ætlar að gera þessa nauðsynlegu breytingu. Það þarf að fara yfir það hver á að sinna hvaða verkefni, hvernig það á að framkvæma það, hvar ábyrgðin liggur og svo þarf að leyfa foreldrinu að taka ábyrgðina sem því var úthlutað. Pör þurfa að setjast niður saman og búa til skipulag sem hentar þeim.Getty/ Morsa Images Mismikill metnaður Stundum kemur skiptingin af sjálfum sér því báðir aðilar hafa skilning á því hvað þarf að gera og hvernig á að framkvæma það. Þá er parið samstíga og allir sáttir með skiptingu verkefna og hvernig verkefnunum er sinnt. Vandinn er þegar það er mismikill metnaður og frumkvæði hjá aðilunum í því að gera þetta almennilega. Þá getur það gerst að verkefnin séu ekki jafn vel unnin og þau hafa verið hjá hinum aðilanum upp að þessu og þá myndast pirringur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Bylgjan Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Tengdar fréttir Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? 10. nóvember 2021 07:31 Ein á þriðju vaktinni Margir hafa heyrt hugtakið “þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. 19. október 2020 11:01 Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? 5. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Mæður oftar á þriðju vaktinni Rannsókn sem gerð var um þriðju vaktina á tímum kórónuveirunnar sýndi að yfirgnæfandi líkur voru á því að móðirin væri að taka þriðju vaktina í samböndum þar sem foreldrar eru móðir og faðir. Hafliði segir ábyrgð, álag og frumkvæði oft koma upp í ráðgjöf og þessi umræða um vaktina snýst um að ná jafnvægi hjá pörum þar sem báðir aðilar eru sáttir við skiptingu verkefna. „Með skipulagi og með því að deila niður verkefnum, þá þarf líka að sleppa,“ segir Hafliði um ferlið að verkaskipta innan heimilisins. Þarf að sleppa Það reynist oft erfitt að sleppa tökum á verkefnum því það er ekki traust til staðar eða þá að það er ekki vaninn að skipta þessu. Þá geta komið upp erfiðleikar og togstreita svo fólk þarf að taka gott samtal ef það ætlar að gera þessa nauðsynlegu breytingu. Það þarf að fara yfir það hver á að sinna hvaða verkefni, hvernig það á að framkvæma það, hvar ábyrgðin liggur og svo þarf að leyfa foreldrinu að taka ábyrgðina sem því var úthlutað. Pör þurfa að setjast niður saman og búa til skipulag sem hentar þeim.Getty/ Morsa Images Mismikill metnaður Stundum kemur skiptingin af sjálfum sér því báðir aðilar hafa skilning á því hvað þarf að gera og hvernig á að framkvæma það. Þá er parið samstíga og allir sáttir með skiptingu verkefna og hvernig verkefnunum er sinnt. Vandinn er þegar það er mismikill metnaður og frumkvæði hjá aðilunum í því að gera þetta almennilega. Þá getur það gerst að verkefnin séu ekki jafn vel unnin og þau hafa verið hjá hinum aðilanum upp að þessu og þá myndast pirringur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Bylgjan Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Tengdar fréttir Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? 10. nóvember 2021 07:31 Ein á þriðju vaktinni Margir hafa heyrt hugtakið “þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. 19. október 2020 11:01 Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? 5. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? 10. nóvember 2021 07:31
Ein á þriðju vaktinni Margir hafa heyrt hugtakið “þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. 19. október 2020 11:01
Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? 5. nóvember 2021 09:30