Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:20 Töluverð breyting verður á samsetningu fulltrúa flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Stöð 2/Sigurjón Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00