Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 18:21 Hellisheiði var lokuð í um þrjá sólarhringa, sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki ásættanlegt. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum. Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum.
Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira