„Þetta virkar ekki alveg saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Sólborg fer að stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ innan skamms. Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar. Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum. Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum.
Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira