„Þetta virkar ekki alveg saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Sólborg fer að stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ innan skamms. Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar. Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum. Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum.
Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið