Þetta segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður þegar fréttastofa náði tali af honum í Víðidal í Reykjavík í morgun.

Aðspurður um hvernig hestamenn fari að þegar færðin sé svona segir Sigurbjörn að götur nágrenni hestasvæðisins í Víðidal séu nú vanalega ruddar þegar líður á daginn.
„Svo eru hestarnir að kynnast náttúrulegum aðstæðum og fara ótroðnar slóðir. Þeir þurfa að hafa fyrir því að fara í gegnum snjóinn. Þetta er bara þjálfun og uppbygging. Bara jákvætt,“ segir Sigurbjörn.
Hann segir það þó vera langt síðan að hann hafi séð annan eins snjó í Víðidal. „Þetta var stundum svona í gamla daga. Þá var þetta stundum kolófært. Þá komst maður ekki inn í dalinn,“ segir Sigurbjörn sem segir ennfremur að þetta sé áminning um að Móðir Náttúra hafi alltaf síðasta orðið.
Sjá má viðtalið við Sigurbjörn og myndir af aðstæðum í Víðidal í spilaranum að neðan.