Bráðavannæring og barnaþrælkun eykst í Afganistan Heimsljós 15. febrúar 2022 10:38 UNICEF Allt að fimmtungur fjölskyldna í Afganistan hefur neyðst til þess að senda börn sín til vinnu vegna tekjuhruns síðastliðið hálft ár, frá valdatöku Talibana í landinu. Að mati alþjóðasamtakanna Save the Children – Barnaheill er um ein milljón barna í nauðungarvinnu, barnaþrælkun, og önnur milljón barna býr samkvæmt upplýsingum frá UNICEF við bráðavannæringu. Save the Children gerði nýlega könnun á fjórtán hundruð heimilum í sjö héruðum Afganistan. Hún sýnir að 82 prósent heimila hafa misst stóran hluta tekna sinna frá valdaskiptunum í ágúst síðastliðnum, þar af kváðust 18 prósent foreldra ekki eiga annarra kosta völ en að senda börnin til vinnu. Miðað við að einungis eitt barn í hverri fjölskyldu sé þröngvað til vinnu reiknast Save the Children til að rúmlega milljón barna í landinu sé í ánauð vinnuþrælkunar. Samkvæmt könnuninni hefur rúmlega þriðjungur aðspurðra misst allar tekjur heimilisins og rúmur fjórðungur misst meira en helming tekna. Fjölskyldur í borgum hafa orðið hvað harðast úti og helmingur fjölskyldna í höfuðborginni Kabúl kvaðst engar tekjur hafa. Verð á matvælum hefur hækkað mikið vegna efnahagskreppunnar í landinu og leitt til þess að margar fjölskyldur hafa ekki efni á mat. Um 36 prósent fjölskyldna greindu frá því að matur væri keyptur fyrir lánsfé og 39 prósent kváðust fá lánaðan mat frá betur stæðum fjölskyldum. UNICEF telur að ríflega þrettán milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og rúmlega milljón við bráðavannæringu. „Meira en helmingur heimila glímir við margþætta fátækt og grunnþjónusta hins langhrjáða ríkis er í molum. Erfiður og kaldur vetur, náttúruhamfarir og neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur enn aukið byrði barna sem nú þurfa aðstoð sem aldrei fyrr. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og mun aldrei gefast upp við að tryggja réttindi barna í Afganistan, skjól, hreint vatn, næringu og aðstoð,“ segir í frétt frá UNICEF. Ákall fyrir Afganistan – neyðarsöfnun UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afganistan Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent
Save the Children gerði nýlega könnun á fjórtán hundruð heimilum í sjö héruðum Afganistan. Hún sýnir að 82 prósent heimila hafa misst stóran hluta tekna sinna frá valdaskiptunum í ágúst síðastliðnum, þar af kváðust 18 prósent foreldra ekki eiga annarra kosta völ en að senda börnin til vinnu. Miðað við að einungis eitt barn í hverri fjölskyldu sé þröngvað til vinnu reiknast Save the Children til að rúmlega milljón barna í landinu sé í ánauð vinnuþrælkunar. Samkvæmt könnuninni hefur rúmlega þriðjungur aðspurðra misst allar tekjur heimilisins og rúmur fjórðungur misst meira en helming tekna. Fjölskyldur í borgum hafa orðið hvað harðast úti og helmingur fjölskyldna í höfuðborginni Kabúl kvaðst engar tekjur hafa. Verð á matvælum hefur hækkað mikið vegna efnahagskreppunnar í landinu og leitt til þess að margar fjölskyldur hafa ekki efni á mat. Um 36 prósent fjölskyldna greindu frá því að matur væri keyptur fyrir lánsfé og 39 prósent kváðust fá lánaðan mat frá betur stæðum fjölskyldum. UNICEF telur að ríflega þrettán milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og rúmlega milljón við bráðavannæringu. „Meira en helmingur heimila glímir við margþætta fátækt og grunnþjónusta hins langhrjáða ríkis er í molum. Erfiður og kaldur vetur, náttúruhamfarir og neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur enn aukið byrði barna sem nú þurfa aðstoð sem aldrei fyrr. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og mun aldrei gefast upp við að tryggja réttindi barna í Afganistan, skjól, hreint vatn, næringu og aðstoð,“ segir í frétt frá UNICEF. Ákall fyrir Afganistan – neyðarsöfnun UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afganistan Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent