Afhenti Píeta samtökunum 1,4 milljónir króna: „Hefði ekki getað beðið um neitt betra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2022 17:15 Rósa Björk Einarsdóttir afhenti Píeta samtökunum 1,4 milljónir króna í gær. Mynd/Atli Már Guðfinnsson Hin 22 ára Rósa Björk Einarsdóttir afhenti í dag Píeta-samtökunum 1,4 milljónir króna sem söfnuðust við góðgerðarstreymi hennar á Twitch, streymisveitu sem sérhæfir sig í útsendingu rafíþrótta, í lok janúar. Streymið stóð yfir í sólarhring og var til heiðurs bróður hennar sem féll fyrir eigin hendi árið 2007, 33 ára að aldri. Rósa lýsir því að hún hafi ákveðið að slá til eftir að hún varð fyrir áreiti á Discord, spjallforriti fyrir leikjaheiminn, þegar umræðan færðist að sjálfsvígum. Þar hafi strákur meðal annars gefið til kynna að það væri Rósu að kenna að bróðir hennar hafi framið sjálfsvíg. „Mér leið ótrúlega illa og ég hætti á Twitch í viku eða eitthvað, en síðan ákvað ég að mig langaði ekki að láta þetta hafa vond áhrif á mig. Ég vildi frekar láta eitthvað gott af þessu leiða og þá ákvað ég að prófa að gera svona 24 klukkustunda streymi,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu um málið en hún gengur undir nafninu Rosagoonhunter69 á Twitch. Hún tók þá ákvörðun um að styrkja Píeta samtökin en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Búin að safna einni milljón eftir fjóra klukkutíma Á meðan streyminu stóð spilaði Rósa ýmsa tölvuleiki, fékk til sín gesti, og tók við áskorunum frá áhorfendum. Hún reiknar með að um 200 hafi verið að horfa að meðaltali jafnt og þétt. „Þetta var ógeðslega gaman, allir höfðu gaman af þessu og það kom ótrúlega gott út úr þessu. Ég hefði ekki geta beðið um neitt betra. Þetta var bara besti dagur lífs míns,“ segir Rósa en í heildina náði hún að safna rúmlega 1,4 milljónum króna. „Ég bara átti ekki til orð, ég var alltaf að búast við því að það myndi einhver koma og styðja þetta og var kannski að búast við í mesta lagi þrjú hundruð þúsund krónum en ég var búin að safna einni milljón fjórum klukkutímum eftir að streymið hófst,“ segir Rósa enn fremur. View this post on Instagram A post shared by goonhunter (@rosabjorkk) Tilbúin til að endurtaka leikinn Streymið fór fram í lok janúar og afhenti Rósa Píeta samtökunum 1,4 milljón króna í dag. Misjafnt var hvað fólk lagði til, hæsta upphæðin var þúsund Bandaríkjadalir, sem samsvarar um það bil 125 þúsund krónum. „Ég var bara algjörlega í sjokki að fólk skuli hafa lagt sitt af mörkum og allir, síðan var fullt af fólki sem var að sponsa þetta,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort hún stefni á að endurtaka leikinn einhvern tímann í ljósi þess hve vel gekk síðast segir Rósa svo vera. „Ég mun hundrað prósent vilja gera þetta aftur á næsta ári og kannski þá styrkja eitthvað nýtt eða kannski bara aftur Píeta samtökin, það getur vel verið,“ segir Rósa. „Ég held að hann myndi vera mjög stoltur af því sem ég er að gera í dag og því sem ég stend fyrir,“ segir Rósa enn fremur um bróður sinn. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Rósa lýsir því að hún hafi ákveðið að slá til eftir að hún varð fyrir áreiti á Discord, spjallforriti fyrir leikjaheiminn, þegar umræðan færðist að sjálfsvígum. Þar hafi strákur meðal annars gefið til kynna að það væri Rósu að kenna að bróðir hennar hafi framið sjálfsvíg. „Mér leið ótrúlega illa og ég hætti á Twitch í viku eða eitthvað, en síðan ákvað ég að mig langaði ekki að láta þetta hafa vond áhrif á mig. Ég vildi frekar láta eitthvað gott af þessu leiða og þá ákvað ég að prófa að gera svona 24 klukkustunda streymi,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu um málið en hún gengur undir nafninu Rosagoonhunter69 á Twitch. Hún tók þá ákvörðun um að styrkja Píeta samtökin en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Búin að safna einni milljón eftir fjóra klukkutíma Á meðan streyminu stóð spilaði Rósa ýmsa tölvuleiki, fékk til sín gesti, og tók við áskorunum frá áhorfendum. Hún reiknar með að um 200 hafi verið að horfa að meðaltali jafnt og þétt. „Þetta var ógeðslega gaman, allir höfðu gaman af þessu og það kom ótrúlega gott út úr þessu. Ég hefði ekki geta beðið um neitt betra. Þetta var bara besti dagur lífs míns,“ segir Rósa en í heildina náði hún að safna rúmlega 1,4 milljónum króna. „Ég bara átti ekki til orð, ég var alltaf að búast við því að það myndi einhver koma og styðja þetta og var kannski að búast við í mesta lagi þrjú hundruð þúsund krónum en ég var búin að safna einni milljón fjórum klukkutímum eftir að streymið hófst,“ segir Rósa enn fremur. View this post on Instagram A post shared by goonhunter (@rosabjorkk) Tilbúin til að endurtaka leikinn Streymið fór fram í lok janúar og afhenti Rósa Píeta samtökunum 1,4 milljón króna í dag. Misjafnt var hvað fólk lagði til, hæsta upphæðin var þúsund Bandaríkjadalir, sem samsvarar um það bil 125 þúsund krónum. „Ég var bara algjörlega í sjokki að fólk skuli hafa lagt sitt af mörkum og allir, síðan var fullt af fólki sem var að sponsa þetta,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort hún stefni á að endurtaka leikinn einhvern tímann í ljósi þess hve vel gekk síðast segir Rósa svo vera. „Ég mun hundrað prósent vilja gera þetta aftur á næsta ári og kannski þá styrkja eitthvað nýtt eða kannski bara aftur Píeta samtökin, það getur vel verið,“ segir Rósa. „Ég held að hann myndi vera mjög stoltur af því sem ég er að gera í dag og því sem ég stend fyrir,“ segir Rósa enn fremur um bróður sinn. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira