„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 15:36 Frá óveðrinu 7. febrúar þegar rauð viðvörun var sett á. Vísir/vilhelm Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. „Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“ Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
„Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“
Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira