„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 15:36 Frá óveðrinu 7. febrúar þegar rauð viðvörun var sett á. Vísir/vilhelm Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. „Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“ Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“
Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira