Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:01 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Hagstofuna standa í vegi breytinga á hlut þróuns húsnæðisverðs í neysluvísitölunni. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn. Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15