Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:01 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Hagstofuna standa í vegi breytinga á hlut þróuns húsnæðisverðs í neysluvísitölunni. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn. Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15