Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2022 21:03 Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk, sem hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu 17 árum með því að tína dósir og plastflöskur meðfram vegum á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt. Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira