Mottumars er hafinn og forsetinn er kominn í sokkana Elísabet Hanna skrifar 1. mars 2022 11:01 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins afhenti forsetanum Guðna Th. Jóhannessyni fyrsta sokkaparið ásamt hönnuðum sokkanna þeim Bergþóru Guðnadóttur og Jóel Pálssyni frá Farmers Market. Aðsend Mottumars hófst í dag en það er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim og í ár var engin undantekning á því. Farðu til læknis ef þú ert með einkenni Slagorð Mottumars í ár er „Þú ert eldri en þú heldur“ og byggir á því að hvetja alla til þess að fylgjast með einkennum krabbameins, sama hversu unga þeir upplifa sig. Með átakinu vill Krabbameinsfélagið minna karlmenn sérstaklega á að kynna sér og þekkja hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetja þá til að leita fljótt til læknis ef þeir verða varir við einkenni. Líkurnar á því að greinast aukast með hækkandi aldri Félagið vill benda á að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru batahorfurnar. Karlmenn í kringum fimmtugt og eldri ættu sérstaklega að vera vakandi fyrir einkennum og bregðast við ef þeir verða varir við þau þar sem líkurnar á að greinast með krabbamein aukast eftir því sem aldurinn hækkar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kE18a9xwmeU">watch on YouTube</a> Samkvæmt félaginu missum við árlega 320 feður, afa, bræður, syni og vini úr krabbameinum, þrátt fyrir að lífshorfur hafi batnað mikið. Ný rannsókn Krabbameinsfélagsins leiddi í ljós að almennt leituðu karlar seinna til læknis en konur og 14% karla hittu ekki lækni fyrr en meira en ári eftir að þeir urðu varir við einkenni. „Við viljum ná enn betri árangri og með samhentu átaki getum við það“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hönnuðu sokkana í ár.Aðsend Finndu hjartað í sokkunum Í ár hönnuðu hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson, stofnendur hönnunarfyrirtækisins Farmers Market, sokkana. Þeir eru með símynstri sem hannað er með tilvísun í norræna arfleifð og vísar í mynstur í prjóni, vefnaði og útsaumi frá fyrri tímum. Ef vel er að gáð má sjá að í eyðunum leynast hjörtu sem kallast skemmtilega á við hin norrænu stef. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WQ3jp_hvNzY">watch on YouTube</a> Skimun fyrir krabbameini Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsetinn með Mottumarsgrímu á afmælisráðstefnunni Afmælisráðstefna Krabbameinsfélagsins fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Horfum til framtíðar. 27. ágúst 2021 16:31 Mottur ársins Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. 25. mars 2021 12:30 Guðni skellti sér strax í sokkana Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var að venju meðal þeirra fyrstu til að klæðast Mottumarssokkum. 19. mars 2021 13:31 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Farðu til læknis ef þú ert með einkenni Slagorð Mottumars í ár er „Þú ert eldri en þú heldur“ og byggir á því að hvetja alla til þess að fylgjast með einkennum krabbameins, sama hversu unga þeir upplifa sig. Með átakinu vill Krabbameinsfélagið minna karlmenn sérstaklega á að kynna sér og þekkja hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetja þá til að leita fljótt til læknis ef þeir verða varir við einkenni. Líkurnar á því að greinast aukast með hækkandi aldri Félagið vill benda á að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru batahorfurnar. Karlmenn í kringum fimmtugt og eldri ættu sérstaklega að vera vakandi fyrir einkennum og bregðast við ef þeir verða varir við þau þar sem líkurnar á að greinast með krabbamein aukast eftir því sem aldurinn hækkar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kE18a9xwmeU">watch on YouTube</a> Samkvæmt félaginu missum við árlega 320 feður, afa, bræður, syni og vini úr krabbameinum, þrátt fyrir að lífshorfur hafi batnað mikið. Ný rannsókn Krabbameinsfélagsins leiddi í ljós að almennt leituðu karlar seinna til læknis en konur og 14% karla hittu ekki lækni fyrr en meira en ári eftir að þeir urðu varir við einkenni. „Við viljum ná enn betri árangri og með samhentu átaki getum við það“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hönnuðu sokkana í ár.Aðsend Finndu hjartað í sokkunum Í ár hönnuðu hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson, stofnendur hönnunarfyrirtækisins Farmers Market, sokkana. Þeir eru með símynstri sem hannað er með tilvísun í norræna arfleifð og vísar í mynstur í prjóni, vefnaði og útsaumi frá fyrri tímum. Ef vel er að gáð má sjá að í eyðunum leynast hjörtu sem kallast skemmtilega á við hin norrænu stef. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WQ3jp_hvNzY">watch on YouTube</a>
Skimun fyrir krabbameini Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsetinn með Mottumarsgrímu á afmælisráðstefnunni Afmælisráðstefna Krabbameinsfélagsins fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Horfum til framtíðar. 27. ágúst 2021 16:31 Mottur ársins Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. 25. mars 2021 12:30 Guðni skellti sér strax í sokkana Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var að venju meðal þeirra fyrstu til að klæðast Mottumarssokkum. 19. mars 2021 13:31 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Forsetinn með Mottumarsgrímu á afmælisráðstefnunni Afmælisráðstefna Krabbameinsfélagsins fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Horfum til framtíðar. 27. ágúst 2021 16:31
Mottur ársins Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. 25. mars 2021 12:30
Guðni skellti sér strax í sokkana Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var að venju meðal þeirra fyrstu til að klæðast Mottumarssokkum. 19. mars 2021 13:31