Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:57 Eyþór vill feta í fótspor Dana sem lögðu nýverið til Úkraínugötu í stað Kristianiugötu. Meirihlutinn ákvað hins vegar að fresta afgreiðslu tillögunnar. Vísir/Vilhelm Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða. „Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39