Átök margfalda líkur á kynbundnu ofbeldi Heimsljós 3. mars 2022 09:46 UN Women „UN Women hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. UN Women er staðfast í því að halda starfi sínu í þágu kvenna og stúlkna í Úkraínu áfram á neyðartímum,“ segir Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women. Hún segir lífi óbreyttra borgara teflt í hættu og ítrekar að átök margfalda líkur á að konur og stúlkur séu beittar kyndbundnu ofbeldi, sér í lagi þær sem eru á flótta og eiga ekki í nein hús að venda. „Það er mikilvægt að þessir áhættuþættir séu hafðir í huga í öllum viðbragðsáætlunum vegna átakanna í Úkraínu. Þá er mikilvægt að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnirnar taki mið af þörfum sem flestra.“ Sima Bahous framkvæmdastjóri UN Women Bahous segir UN Women vinna áfram náið með kvenreknum félagasamtökum í Úkraínu enda séu þau ómissandi þáttur í því að halda röddum kvenna á lofti á neyðartímum. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að málsaðilar eigi þess í stað í diplómatísku samtali. Hann hefur ítrekað mikilvægi þess að aðilarríki Sþ veiti tafarlausa mannúðar- og neyðaraðstoð til íbúa Úkraínu. Nú þegar alþjóðasamfélagið safnast saman að baki Úkraínu á þessum hræðilegu tímum, hvet ég þjóðir heims til að gleyma ekki sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstoð er veitt.“ Hver er staðan í Úkraínu í dag? Sameinuðu þjóðirnar segja að alls hafa 227 óbreyttir borgarar þegar látist í sprengjuárásum rússneskra hersins, þar af um 13 börn. Þá hafa um 525 særst, þar af 26 börn, og hætt er við því að sú tala hækki hratt þegar átökin halda áfram stigmagnast. Sameinuðu þjóðirnar segja mikinn fjölda íbúa innikróaða í borgum sem setið er um, þar með talið í borgunum Volnovakha og Mariupol í Donetska héraði. Vatns- og matarbirgðir fara þverrandi í borgunum tveimur, sem og lyf og aðrar nauðsynjar, en ómögulegt er að koma matarsendingum til fólksins. Borgir á borð við Kíev Chernihiv, Kharkiv, Kherson og Sumy hafa verið undir stöðugum árásum rússneska hersins undanfarna daga. Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á byggingum og innviðum borganna. Einnig hafa orðið skemmdir á rafmagnslínum og vatnsbólum sem hamlar mjög starfi sjúkrahúsa, sem flest hafa orðið að færa sjúklinga og nýbura niður í kjallara húsa. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er þörf á einum milljarði Bandaríkja dala svo hægt sé að bregðast við þörfum þeirra sex milljóna Úkraínubúa sem orðið hafa fyrir áhrifum stríðsins. Þá er þörf á um 551 milljónum Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til þeirra 677 þúsunda sem flúið hafa til Póllands, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldóvu. Þar sem karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára hefur verið meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna, er meirihluti þeirra sem nú eru á flótta mæður og börn þeirra. Heimild: UN Women Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úkraína Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
UN Women er staðfast í því að halda starfi sínu í þágu kvenna og stúlkna í Úkraínu áfram á neyðartímum,“ segir Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women. Hún segir lífi óbreyttra borgara teflt í hættu og ítrekar að átök margfalda líkur á að konur og stúlkur séu beittar kyndbundnu ofbeldi, sér í lagi þær sem eru á flótta og eiga ekki í nein hús að venda. „Það er mikilvægt að þessir áhættuþættir séu hafðir í huga í öllum viðbragðsáætlunum vegna átakanna í Úkraínu. Þá er mikilvægt að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnirnar taki mið af þörfum sem flestra.“ Sima Bahous framkvæmdastjóri UN Women Bahous segir UN Women vinna áfram náið með kvenreknum félagasamtökum í Úkraínu enda séu þau ómissandi þáttur í því að halda röddum kvenna á lofti á neyðartímum. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að málsaðilar eigi þess í stað í diplómatísku samtali. Hann hefur ítrekað mikilvægi þess að aðilarríki Sþ veiti tafarlausa mannúðar- og neyðaraðstoð til íbúa Úkraínu. Nú þegar alþjóðasamfélagið safnast saman að baki Úkraínu á þessum hræðilegu tímum, hvet ég þjóðir heims til að gleyma ekki sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstoð er veitt.“ Hver er staðan í Úkraínu í dag? Sameinuðu þjóðirnar segja að alls hafa 227 óbreyttir borgarar þegar látist í sprengjuárásum rússneskra hersins, þar af um 13 börn. Þá hafa um 525 særst, þar af 26 börn, og hætt er við því að sú tala hækki hratt þegar átökin halda áfram stigmagnast. Sameinuðu þjóðirnar segja mikinn fjölda íbúa innikróaða í borgum sem setið er um, þar með talið í borgunum Volnovakha og Mariupol í Donetska héraði. Vatns- og matarbirgðir fara þverrandi í borgunum tveimur, sem og lyf og aðrar nauðsynjar, en ómögulegt er að koma matarsendingum til fólksins. Borgir á borð við Kíev Chernihiv, Kharkiv, Kherson og Sumy hafa verið undir stöðugum árásum rússneska hersins undanfarna daga. Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á byggingum og innviðum borganna. Einnig hafa orðið skemmdir á rafmagnslínum og vatnsbólum sem hamlar mjög starfi sjúkrahúsa, sem flest hafa orðið að færa sjúklinga og nýbura niður í kjallara húsa. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er þörf á einum milljarði Bandaríkja dala svo hægt sé að bregðast við þörfum þeirra sex milljóna Úkraínubúa sem orðið hafa fyrir áhrifum stríðsins. Þá er þörf á um 551 milljónum Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til þeirra 677 þúsunda sem flúið hafa til Póllands, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldóvu. Þar sem karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára hefur verið meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna, er meirihluti þeirra sem nú eru á flótta mæður og börn þeirra. Heimild: UN Women Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úkraína Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent