Metfjöldi viðvarana í febrúar Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 18:38 Rauð viðvörun var gefin út fyrir 21. og 22. febrúar en hún var einungis ein 117 viðvarana í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar. „Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans. Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
„Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans.
Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira