Metfjöldi viðvarana í febrúar Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 18:38 Rauð viðvörun var gefin út fyrir 21. og 22. febrúar en hún var einungis ein 117 viðvarana í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar. „Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans. Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
„Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans.
Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira