Íslenskt tónlistarfólk er að eiga öfluga viku að vanda en Júlí Heiðar situr staðfastur í fyrsta sæti listans með lagið Ástin Heldur Vöku en þetta er fjórða vikan í röð sem lagið trónir á toppnum.
Friðrik Dór skipar fimmta sætið með lagið Þú af plötunni Dætur og bróðir hans, Jón Jónsson, krafsar í hann í sjötta sætinu með lagið Lengi Lifum Við. Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála að viku liðinni.
Kanadíska poppstjarnan The Weeknd er svo kominn í þriðja sæti með diskó popp smellinn Sacrifice af plötunni Dawn FM en lagið hefur hægt og rólega hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.
Hér má sjá listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: