Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 20:05 Bjarki Jónasson með eina af lopapeysunum, sem hann hefur prjónað. Það tekur hann um þrjá daga að prjóna svona peysu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn. Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira