Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal sem kostaði 2,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 12:30 Stefnan er tekin á það að vera alveg sjálfbær úti í Portúgal og eru þau strax byrjuð að sinna ræktun af miklum krafti. Axel, Kitta og dóttir þeirra Ylfa Lotta voru búin að fá nóg af kuldanum og asanum í stórborginni Berlín þegar þau ákváðu að kaupa sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli árið 2017. Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira
Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira