„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2022 10:31 Guðmunda segir sögu sína í þáttunum Heimilisofbeldi á Stöð 2. Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið