UNICEF kemur 62 tonnum af hjálpargögnum til Úkraínu Heimsljós 9. mars 2022 12:32 UNICEF Um helgina komu sex fulllestaðir flutningabílar frá UNICEF til Lviv í vesturhluta Úkraínu með alls 62 tonn af hjálpargögnum. Sendingin kemur frá alþjóðlegu vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn og meðal hjálpargagna eru hlífðarfatnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk, margvísleg sjúkragögn, þar á meðal lyf, skyndihjálparpakkar, ljósmóðurpakkar og tæki og búnaður til skurðaðgerða. Hátt í 20 þúsund hlý teppi og vetrarfatnaður fyrir börn eru einnig á leið til Úkraínu gegnum Pólland frá vöruhúsi UNICEF í Tyrklandi. „Staða barna og fjölskyldna í Úkraínu versnar með hverjum degi. Þessi hjálpargögn munu hjálpa okkur að veita konum, börnum og heilbrigðisstarfsfólki nauðsynlega aðstoð,“ segir Murat Sahin, fulltrúi UNICEF í Úkraínu í frétt frá stofnuninni. Þar segir að frá því átök hörðnuðu í Úkraínu hafi fjölskyldur neyðst til að leggjast á flótta eða leita skjóls neðanjarðar án aðgengis að nauðsynlegri þjónustu. Heilbrigðisstofnanir hafi þurft að færa starfsemi sína í kjallara og skýli. Um allt landið séu hundruð þúsunda án vatns og þá sé farið að bera á lyfjaskorti og skorti á öðrum nauðsynlegum sjúkragögnum. „UNICEF vinnur allan sólarhringinn að því að skala upp neyðaraðstoð í Úkraínu og undirbúning frekari aðgerða þegar til hömlum og öryggisráðstöfunum verður aflétt svo hægt verði að nálgast og veita íbúum aðstoð sem búa á svæðum sem verst urðu úti,“ segir Sahin. UNICEF vinnur einnig þrotlaust að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna á flótta yfir landamæri nágrannaríkja. Partur af því er að koma upp barnvænum svæðum, svokölluðum Bláum punktum (Blue Dots) á flóttaleiðum þar sem fólk á flótta fær aðstoð, nauðsynjar og ráðgjöf. UNICEF ítrekar nú sem fyrr ákall sitt um vopnahlé í Úkraínu svo mannúðarstofnanir geti sinnt vinnu sinni og náð til þeirra sem á þurfa að halda. Vopnahlé myndi einnig gefa fjölskyldum færi á að sækja mat, vatn, læknisaðstoð eða flýja í öryggi á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu á ófriðartímum í austurhluta landsins að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. UNICEF er nú á vettvangi stríðsátaka að tryggja hreint vatn, hjálpargögn, skólagögn, félags- og sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. Neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu er í fullum gangi. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um styrktarleiðir á vef UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
„Staða barna og fjölskyldna í Úkraínu versnar með hverjum degi. Þessi hjálpargögn munu hjálpa okkur að veita konum, börnum og heilbrigðisstarfsfólki nauðsynlega aðstoð,“ segir Murat Sahin, fulltrúi UNICEF í Úkraínu í frétt frá stofnuninni. Þar segir að frá því átök hörðnuðu í Úkraínu hafi fjölskyldur neyðst til að leggjast á flótta eða leita skjóls neðanjarðar án aðgengis að nauðsynlegri þjónustu. Heilbrigðisstofnanir hafi þurft að færa starfsemi sína í kjallara og skýli. Um allt landið séu hundruð þúsunda án vatns og þá sé farið að bera á lyfjaskorti og skorti á öðrum nauðsynlegum sjúkragögnum. „UNICEF vinnur allan sólarhringinn að því að skala upp neyðaraðstoð í Úkraínu og undirbúning frekari aðgerða þegar til hömlum og öryggisráðstöfunum verður aflétt svo hægt verði að nálgast og veita íbúum aðstoð sem búa á svæðum sem verst urðu úti,“ segir Sahin. UNICEF vinnur einnig þrotlaust að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna á flótta yfir landamæri nágrannaríkja. Partur af því er að koma upp barnvænum svæðum, svokölluðum Bláum punktum (Blue Dots) á flóttaleiðum þar sem fólk á flótta fær aðstoð, nauðsynjar og ráðgjöf. UNICEF ítrekar nú sem fyrr ákall sitt um vopnahlé í Úkraínu svo mannúðarstofnanir geti sinnt vinnu sinni og náð til þeirra sem á þurfa að halda. Vopnahlé myndi einnig gefa fjölskyldum færi á að sækja mat, vatn, læknisaðstoð eða flýja í öryggi á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu á ófriðartímum í austurhluta landsins að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. UNICEF er nú á vettvangi stríðsátaka að tryggja hreint vatn, hjálpargögn, skólagögn, félags- og sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. Neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu er í fullum gangi. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um styrktarleiðir á vef UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent